Erlent

Fáum fullnægingu klukkan þrjú!

Tökum nú öll höndum saman, öll sem vettlingi geta valdið og fáum fullnægingu klukkan þrjú, föstudaginn 22. desember. Þannig hljóma skilaboð bandarískra friðarsinna sem hvetja til þess að fólk um gjörvallan heim fái fullnægingu í dag og tileinki hana heimsfriði og hamingju og nýjum framfaraleiðum fyrir mannkynið.

Á síðu friðarsinnanna er niðurtalning í stóru stundina, klukkan þrjú að íslenskum tíma, þar sem stefnt er að samhæfðri alheimsfullnægingu.

Allar leiðir að settu marki eru leyfðar og íbúar landa sem luma á gereyðingarvopnum eru sérstaklega hvattir til að taka þátt.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×