Fresta því að skerða lífeyri öryrkja 23. október 2006 17:07 MYND/Valgarður Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót.Fram kemur í tilkynningu frá Greiðslustofu lífeyrissjóða að ástæðan sé sú að í ljós hafi komið að sá frestur sem veittur var bótaþegum til þess að skila inn viðhlítandi gögnum hafi ekki reynst nægjanlegur í sumum tilvikum. Til þess að koma til móts við bótaþegana hafi verið ákveðið að gefa lengri frest til að skila inn gögnum. Um 2300 örykjar eiga yfir höfði sér að greiðslur þeirra verði annaðhvort skertar eða felldar niður vegna of mikilla tekna annars staðar.„Örorkulífeyrisþegar sem fengið hafa tilkynningu um niðurfellingu eða lækkun örorkulífeyris munu því njóta óskerts örorkulífeyris frá viðkomandi lífeyrissjóðum í þrjá mánuði til viðbótar, þannig að síðasta greiðsla verði um næstu áramót. Mikilvægt er að árétta að samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðanna stofnast því aðeins réttur til örorkulífeyris að sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjutapi af völdum örorkunnar. Við samanburð á tekjum örorkulífeyrisþega fyrir og eftir orkutap hefur komið í ljós að margir örorkulífeyrisþegar eru með hærri tekjur nú en þeir höfðu fyrir orkutap. Skiptir þá ekki máli hvort notuð er vísitala neysluverðs eða launavístala til að bera saman þróun þeirra tekna sem hafðar eru til viðmiðunar eins og sumir hafa haldið fram í umræðu liðinna vikna. Fram hjá þessum staðreyndum geta lífeyrissjóðirnir ekki horft því það er andstætt samþykktum þeirra að greiða örorkulífeyri ef sjóðfélagi hefur ekki orðið fyrir tekjutapi vegna örorkunnar. Gildir þá einu hvort tekjurnar verða til vegna launaðra starfa eða sem greiðslur frá Tryggingastofnun. Ef ekki væri gripið til viðeigandi ráðstafana væru lífeyrissjóðirnir að bregðast skyldum sínum gagnvart öðrum sjóðfélögum, sem þyrftu að sæta lægri lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Á liðnum árum hafa greiðslur lífeyrissjóðanna til öryrkja aukist langt umfram áætlanir tryggingafræðinga sjóðanna. Hjá nokkrum lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði nemur örorkulífeyrir um og yfir 40% af heildarlífeyrisgreiðslum. Það er ótvíræð skylda stjórnenda sjóðanna að bregðast við með þeim hætti sem samþykktir lífeyrissjóðanna kveða á um," segir í tilkynningu Greiðslustofu lífeyrissjóða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót.Fram kemur í tilkynningu frá Greiðslustofu lífeyrissjóða að ástæðan sé sú að í ljós hafi komið að sá frestur sem veittur var bótaþegum til þess að skila inn viðhlítandi gögnum hafi ekki reynst nægjanlegur í sumum tilvikum. Til þess að koma til móts við bótaþegana hafi verið ákveðið að gefa lengri frest til að skila inn gögnum. Um 2300 örykjar eiga yfir höfði sér að greiðslur þeirra verði annaðhvort skertar eða felldar niður vegna of mikilla tekna annars staðar.„Örorkulífeyrisþegar sem fengið hafa tilkynningu um niðurfellingu eða lækkun örorkulífeyris munu því njóta óskerts örorkulífeyris frá viðkomandi lífeyrissjóðum í þrjá mánuði til viðbótar, þannig að síðasta greiðsla verði um næstu áramót. Mikilvægt er að árétta að samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðanna stofnast því aðeins réttur til örorkulífeyris að sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjutapi af völdum örorkunnar. Við samanburð á tekjum örorkulífeyrisþega fyrir og eftir orkutap hefur komið í ljós að margir örorkulífeyrisþegar eru með hærri tekjur nú en þeir höfðu fyrir orkutap. Skiptir þá ekki máli hvort notuð er vísitala neysluverðs eða launavístala til að bera saman þróun þeirra tekna sem hafðar eru til viðmiðunar eins og sumir hafa haldið fram í umræðu liðinna vikna. Fram hjá þessum staðreyndum geta lífeyrissjóðirnir ekki horft því það er andstætt samþykktum þeirra að greiða örorkulífeyri ef sjóðfélagi hefur ekki orðið fyrir tekjutapi vegna örorkunnar. Gildir þá einu hvort tekjurnar verða til vegna launaðra starfa eða sem greiðslur frá Tryggingastofnun. Ef ekki væri gripið til viðeigandi ráðstafana væru lífeyrissjóðirnir að bregðast skyldum sínum gagnvart öðrum sjóðfélögum, sem þyrftu að sæta lægri lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Á liðnum árum hafa greiðslur lífeyrissjóðanna til öryrkja aukist langt umfram áætlanir tryggingafræðinga sjóðanna. Hjá nokkrum lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði nemur örorkulífeyrir um og yfir 40% af heildarlífeyrisgreiðslum. Það er ótvíræð skylda stjórnenda sjóðanna að bregðast við með þeim hætti sem samþykktir lífeyrissjóðanna kveða á um," segir í tilkynningu Greiðslustofu lífeyrissjóða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira