Fresta því að skerða lífeyri öryrkja 23. október 2006 17:07 MYND/Valgarður Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót.Fram kemur í tilkynningu frá Greiðslustofu lífeyrissjóða að ástæðan sé sú að í ljós hafi komið að sá frestur sem veittur var bótaþegum til þess að skila inn viðhlítandi gögnum hafi ekki reynst nægjanlegur í sumum tilvikum. Til þess að koma til móts við bótaþegana hafi verið ákveðið að gefa lengri frest til að skila inn gögnum. Um 2300 örykjar eiga yfir höfði sér að greiðslur þeirra verði annaðhvort skertar eða felldar niður vegna of mikilla tekna annars staðar.„Örorkulífeyrisþegar sem fengið hafa tilkynningu um niðurfellingu eða lækkun örorkulífeyris munu því njóta óskerts örorkulífeyris frá viðkomandi lífeyrissjóðum í þrjá mánuði til viðbótar, þannig að síðasta greiðsla verði um næstu áramót. Mikilvægt er að árétta að samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðanna stofnast því aðeins réttur til örorkulífeyris að sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjutapi af völdum örorkunnar. Við samanburð á tekjum örorkulífeyrisþega fyrir og eftir orkutap hefur komið í ljós að margir örorkulífeyrisþegar eru með hærri tekjur nú en þeir höfðu fyrir orkutap. Skiptir þá ekki máli hvort notuð er vísitala neysluverðs eða launavístala til að bera saman þróun þeirra tekna sem hafðar eru til viðmiðunar eins og sumir hafa haldið fram í umræðu liðinna vikna. Fram hjá þessum staðreyndum geta lífeyrissjóðirnir ekki horft því það er andstætt samþykktum þeirra að greiða örorkulífeyri ef sjóðfélagi hefur ekki orðið fyrir tekjutapi vegna örorkunnar. Gildir þá einu hvort tekjurnar verða til vegna launaðra starfa eða sem greiðslur frá Tryggingastofnun. Ef ekki væri gripið til viðeigandi ráðstafana væru lífeyrissjóðirnir að bregðast skyldum sínum gagnvart öðrum sjóðfélögum, sem þyrftu að sæta lægri lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Á liðnum árum hafa greiðslur lífeyrissjóðanna til öryrkja aukist langt umfram áætlanir tryggingafræðinga sjóðanna. Hjá nokkrum lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði nemur örorkulífeyrir um og yfir 40% af heildarlífeyrisgreiðslum. Það er ótvíræð skylda stjórnenda sjóðanna að bregðast við með þeim hætti sem samþykktir lífeyrissjóðanna kveða á um," segir í tilkynningu Greiðslustofu lífeyrissjóða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót.Fram kemur í tilkynningu frá Greiðslustofu lífeyrissjóða að ástæðan sé sú að í ljós hafi komið að sá frestur sem veittur var bótaþegum til þess að skila inn viðhlítandi gögnum hafi ekki reynst nægjanlegur í sumum tilvikum. Til þess að koma til móts við bótaþegana hafi verið ákveðið að gefa lengri frest til að skila inn gögnum. Um 2300 örykjar eiga yfir höfði sér að greiðslur þeirra verði annaðhvort skertar eða felldar niður vegna of mikilla tekna annars staðar.„Örorkulífeyrisþegar sem fengið hafa tilkynningu um niðurfellingu eða lækkun örorkulífeyris munu því njóta óskerts örorkulífeyris frá viðkomandi lífeyrissjóðum í þrjá mánuði til viðbótar, þannig að síðasta greiðsla verði um næstu áramót. Mikilvægt er að árétta að samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðanna stofnast því aðeins réttur til örorkulífeyris að sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjutapi af völdum örorkunnar. Við samanburð á tekjum örorkulífeyrisþega fyrir og eftir orkutap hefur komið í ljós að margir örorkulífeyrisþegar eru með hærri tekjur nú en þeir höfðu fyrir orkutap. Skiptir þá ekki máli hvort notuð er vísitala neysluverðs eða launavístala til að bera saman þróun þeirra tekna sem hafðar eru til viðmiðunar eins og sumir hafa haldið fram í umræðu liðinna vikna. Fram hjá þessum staðreyndum geta lífeyrissjóðirnir ekki horft því það er andstætt samþykktum þeirra að greiða örorkulífeyri ef sjóðfélagi hefur ekki orðið fyrir tekjutapi vegna örorkunnar. Gildir þá einu hvort tekjurnar verða til vegna launaðra starfa eða sem greiðslur frá Tryggingastofnun. Ef ekki væri gripið til viðeigandi ráðstafana væru lífeyrissjóðirnir að bregðast skyldum sínum gagnvart öðrum sjóðfélögum, sem þyrftu að sæta lægri lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Á liðnum árum hafa greiðslur lífeyrissjóðanna til öryrkja aukist langt umfram áætlanir tryggingafræðinga sjóðanna. Hjá nokkrum lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði nemur örorkulífeyrir um og yfir 40% af heildarlífeyrisgreiðslum. Það er ótvíræð skylda stjórnenda sjóðanna að bregðast við með þeim hætti sem samþykktir lífeyrissjóðanna kveða á um," segir í tilkynningu Greiðslustofu lífeyrissjóða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira