Pyntingalögin eru hrikalegt bakslag 23. október 2006 07:00 Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, telur lög Bandaríkjaforseta sem heimila starfsemi leynifangelsa, harkalegar yfirheyrsluaðferðir og sérstakan herdómstól yfir meintum hryðjuverkamönnum skelfileg og ótrúlegt að þau skuli hafa hlotið samþykki. Þetta er tákn um alvarlega tilhneigingu hjá Bandaríkjamönnum. Það er mikil hætta fólgin í vinnubrögðum af þessu tagi eins og margítrekuð reynsla hefur sýnt, segir hann og kveðst þar hugsa um mannréttindamál, árangur af réttargæslu og almenna mannúð. Jóni finnst koma til greina að hugleiða það að íslensk stjórnvöld mótmæli þessari lagasetningu. Bjarni Benediktsson, formaður forsætisnefndar Alþingis, telur athyglisvert að repúblikanar hafi gert málamiðlun í sínum röðum áður en málið fékk framgang. Mér sýnist þeir hafa lagt áherslu á að fara varlega, skýra réttarástandið og fara að alþjóðlegum skuldbindingum, segir hann. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur lagasetninguna: Hrikalegt bakslag í mannréttindamálum í Bandaríkjunum og tekur undir harkalega gagnrýni ACLU, stærstu og virtustu mannréttindasamtakanna, sem segja hana brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni, grafa undan réttarríkinu og sanngjarnri málsmeðferð. Þessi löggjöf er í raun enn einn naglinn í líkkistu þessarar stjórnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur fylgst með málinu með hroll niður eftir bakinu. Ég deili þeirri skoðun flestra að þarna sé haldið inn á stórhættulega og nánast ómanneskjulega braut. Bandaríkjamenn eru að reyna að búa til nýjan hóp, réttlausa vígamenn, utan við lög og rétt. Ef það heppnast þá er sá hópur að sumu leyti verr settur en dýr því um meðferð dýra gilda þó allavega dýraverndunarlög í siðuðum löndum, segir hann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur lögin: Ganga gegn öllum gildum sem menn hafa reynt að innleiða varðandi mannréttindasjónarmið og rétt fólks til að lúta ekki illri meðferð, segir hann. Mér finnst þetta niðurlægjandi, ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur finnst mér niðurlægjandi að svona stefna skuli yfirleitt finnast meðal siðmenntaðra ríkja í veröldinni. Innlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, telur lög Bandaríkjaforseta sem heimila starfsemi leynifangelsa, harkalegar yfirheyrsluaðferðir og sérstakan herdómstól yfir meintum hryðjuverkamönnum skelfileg og ótrúlegt að þau skuli hafa hlotið samþykki. Þetta er tákn um alvarlega tilhneigingu hjá Bandaríkjamönnum. Það er mikil hætta fólgin í vinnubrögðum af þessu tagi eins og margítrekuð reynsla hefur sýnt, segir hann og kveðst þar hugsa um mannréttindamál, árangur af réttargæslu og almenna mannúð. Jóni finnst koma til greina að hugleiða það að íslensk stjórnvöld mótmæli þessari lagasetningu. Bjarni Benediktsson, formaður forsætisnefndar Alþingis, telur athyglisvert að repúblikanar hafi gert málamiðlun í sínum röðum áður en málið fékk framgang. Mér sýnist þeir hafa lagt áherslu á að fara varlega, skýra réttarástandið og fara að alþjóðlegum skuldbindingum, segir hann. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur lagasetninguna: Hrikalegt bakslag í mannréttindamálum í Bandaríkjunum og tekur undir harkalega gagnrýni ACLU, stærstu og virtustu mannréttindasamtakanna, sem segja hana brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni, grafa undan réttarríkinu og sanngjarnri málsmeðferð. Þessi löggjöf er í raun enn einn naglinn í líkkistu þessarar stjórnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur fylgst með málinu með hroll niður eftir bakinu. Ég deili þeirri skoðun flestra að þarna sé haldið inn á stórhættulega og nánast ómanneskjulega braut. Bandaríkjamenn eru að reyna að búa til nýjan hóp, réttlausa vígamenn, utan við lög og rétt. Ef það heppnast þá er sá hópur að sumu leyti verr settur en dýr því um meðferð dýra gilda þó allavega dýraverndunarlög í siðuðum löndum, segir hann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur lögin: Ganga gegn öllum gildum sem menn hafa reynt að innleiða varðandi mannréttindasjónarmið og rétt fólks til að lúta ekki illri meðferð, segir hann. Mér finnst þetta niðurlægjandi, ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur finnst mér niðurlægjandi að svona stefna skuli yfirleitt finnast meðal siðmenntaðra ríkja í veröldinni.
Innlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira