Fótbolti

Kahn stendur með Lehmann

Oliver Kahn
Oliver Kahn

Oliver Kahn, markvörður Bayern Munchen og einn af markvörðum þýska landsliðsins stendur 100% með Jens Lehmann og er hann ekki í vafa að Lehmann verðu búinn að jafna sig eftir leikinn á miðvikudaginn þar sem honum var vísað af velli á 18 mínútu.

Kahn hafði þetta að segja. "Ég er ekki í neinum vafa að Jens ef það sterkur karakter að hann kemst yfir þetta á skömmum tíma. Svona gerist í fótbolta og maður verður bara að halda áfram það þýðir ekkert annað. Þá má líkja svona við árekstur. Þegar fólk keyrir svo framhjá þar sem áreksturinn var þá kemur hann í hugann. En svona sálfræðirugl á ekki heima í fótbolta og ég er alveg viss um að Jens kemur sterkur til baka frá þessu," sagði Kahn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×