Þjónustusamningur við Flugstoðir ohf undirritaður 29. desember 2006 18:42 Í dag var undirritaður þjónustusamningur milli samgönguráðuneytisins og opinbera hlutafélagsins Flugstoða sem tekur yfir flugvallarekstur og flugleiðsöguþjónustu fyrsta janúar. Fyrirtækið verður verulega undirmannað þegar það tekur til starfa á mánudag, vegna aðgerða Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Það var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og Ólafur Sveinsson stjórnarformaður hins nýja félags, Flugstoða ohf, sem undirrituðu samninginn í dag. Enn hefur ekki tekist að manna allar stöður flugumferðastjóra hjá nýja félaginu og mun viðbúnaðaráætlun Flugmálastjórnar taka gildi 1. janúar ef staðan breytist ekki. Áætlunin hefur verið kynnt alþjóðasamtökum flugmanna og flugumferðarstjóra og samráð haft við alþjóðaflugmálastofnunina. Þorgeir Pálsson forstjóri Flugstoða ohf segir félagið þó hafa á þriðja tug flugumferðarstjóra. Í fréttum okkar í hádeginu var missagt að íslenska flugstjórnarsvæðið yrði stjórnlaust þann 1. janúar. Þorgeir leggur áherslu á að flugöryggi verði áfram tryggt eins og hingað til. Flugstoðir ætli sér að veita góða þjónustu og vera best í henni á norður-atlantshafinu. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir aðdraganda að tilurð Flugstoða hafa verið afar ánægjulegan þrátt fyrir aðgerðir flugumferðarstjóra, en hann tekur undir áhyggjur forstjóra nýja félagsins. Hann segist þó vona að takist að manna stöðurnar sem fyrst. Fréttir Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Í dag var undirritaður þjónustusamningur milli samgönguráðuneytisins og opinbera hlutafélagsins Flugstoða sem tekur yfir flugvallarekstur og flugleiðsöguþjónustu fyrsta janúar. Fyrirtækið verður verulega undirmannað þegar það tekur til starfa á mánudag, vegna aðgerða Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Það var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og Ólafur Sveinsson stjórnarformaður hins nýja félags, Flugstoða ohf, sem undirrituðu samninginn í dag. Enn hefur ekki tekist að manna allar stöður flugumferðastjóra hjá nýja félaginu og mun viðbúnaðaráætlun Flugmálastjórnar taka gildi 1. janúar ef staðan breytist ekki. Áætlunin hefur verið kynnt alþjóðasamtökum flugmanna og flugumferðarstjóra og samráð haft við alþjóðaflugmálastofnunina. Þorgeir Pálsson forstjóri Flugstoða ohf segir félagið þó hafa á þriðja tug flugumferðarstjóra. Í fréttum okkar í hádeginu var missagt að íslenska flugstjórnarsvæðið yrði stjórnlaust þann 1. janúar. Þorgeir leggur áherslu á að flugöryggi verði áfram tryggt eins og hingað til. Flugstoðir ætli sér að veita góða þjónustu og vera best í henni á norður-atlantshafinu. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir aðdraganda að tilurð Flugstoða hafa verið afar ánægjulegan þrátt fyrir aðgerðir flugumferðarstjóra, en hann tekur undir áhyggjur forstjóra nýja félagsins. Hann segist þó vona að takist að manna stöðurnar sem fyrst.
Fréttir Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira