Verndun götumyndar Lindargötu aflétt 6. október 2006 07:30 LINDARGATA Verndun götumyndar á þessu svæði við Lindargötu hefur verið aflétt, samkvæmt samþykktum borgarráðs og skipulagsráðs. Verndun götumyndar á húseignunum á Lindargötu 21, 23 og 25 hefur verið aflétt. Þetta var samþykkt í skipulagsráði og í borgarráði nýverið, að sögn Helgu Bragadóttur skipulagsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Eigendur umræddra húsa hafa tjáð Fréttablaðinu að athafnamenn hefðu bankað upp á hjá þeim og viljað kaupa eignir þeirra á markaðsverði. Fengu þeir vikufrest til þess að svara tilboðunum. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við í gær lögðu áherslu á að mikilvægt væri fyrir húseigendur sem fengju tilboð af þessu tagi að leita ráðgjafar hjá löggildum fasteignasölum áður en þeir gengju til samninga. Verðgildi eignar í miðborginni gæti snarhækkað ef útlit væri fyrir að leyfi fengist til að rífa gamalt hús og setja niður meira byggingarmagn á lóðinni. Það hafa borist fyrirspurnir frá eigendum einhverra af þessum gömlu húsum um hvort flytja megi þau í burtu, segir Helga. Ekki hafa borist beiðnir um breytingar á deiliskipulagi á þessum lóðum, né heldur beiðnir um niðurrif húsa, en þær fara til byggingarfulltrúa. Slíkar umsóknir eru metnar hverju sinni, en vissulega eru reitir með eldri húsum í miðborginni sem við viljum gjarnan halda í. Helga segir að deiliskipulagið sem er í gildi fyrir Lindargötu 21, 23 og 25 nú kveði á um sama byggingarmagn og gömlu húsin séu. Sækja þurfi um breytingu á deiliskipulagi ef setja eigi niður meira byggingarmagn á lóðunum. Ljóst er að hugur ýmissa stendur til þess að fjölga íbúðum á tilteknum lóðum við Lindargötu. Til dæmis er nú til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa umsókn um breytingar á deiliskipulagi á Lindargötu 28, 30 og 32. Þar standa nú hús, en samkvæmt deiliskipulagi mega þau víkja. Verið er að sækja um að byggja meira á umræddum lóðum heldur en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi, en þær umsóknir eru lagðar inn fyrir hönd lóðahafa. Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira
Verndun götumyndar á húseignunum á Lindargötu 21, 23 og 25 hefur verið aflétt. Þetta var samþykkt í skipulagsráði og í borgarráði nýverið, að sögn Helgu Bragadóttur skipulagsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Eigendur umræddra húsa hafa tjáð Fréttablaðinu að athafnamenn hefðu bankað upp á hjá þeim og viljað kaupa eignir þeirra á markaðsverði. Fengu þeir vikufrest til þess að svara tilboðunum. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við í gær lögðu áherslu á að mikilvægt væri fyrir húseigendur sem fengju tilboð af þessu tagi að leita ráðgjafar hjá löggildum fasteignasölum áður en þeir gengju til samninga. Verðgildi eignar í miðborginni gæti snarhækkað ef útlit væri fyrir að leyfi fengist til að rífa gamalt hús og setja niður meira byggingarmagn á lóðinni. Það hafa borist fyrirspurnir frá eigendum einhverra af þessum gömlu húsum um hvort flytja megi þau í burtu, segir Helga. Ekki hafa borist beiðnir um breytingar á deiliskipulagi á þessum lóðum, né heldur beiðnir um niðurrif húsa, en þær fara til byggingarfulltrúa. Slíkar umsóknir eru metnar hverju sinni, en vissulega eru reitir með eldri húsum í miðborginni sem við viljum gjarnan halda í. Helga segir að deiliskipulagið sem er í gildi fyrir Lindargötu 21, 23 og 25 nú kveði á um sama byggingarmagn og gömlu húsin séu. Sækja þurfi um breytingu á deiliskipulagi ef setja eigi niður meira byggingarmagn á lóðunum. Ljóst er að hugur ýmissa stendur til þess að fjölga íbúðum á tilteknum lóðum við Lindargötu. Til dæmis er nú til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa umsókn um breytingar á deiliskipulagi á Lindargötu 28, 30 og 32. Þar standa nú hús, en samkvæmt deiliskipulagi mega þau víkja. Verið er að sækja um að byggja meira á umræddum lóðum heldur en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi, en þær umsóknir eru lagðar inn fyrir hönd lóðahafa.
Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira