Fótbolti

Morientes verður ekki með Spánverjum á HM

Fernando Morientes
Fernando Morientes MYND/AFP
Fernando Morientes, framherji Liverpool, var ekki valinn í lokahóp Spánverja fyrir HM. Luis Aragones þjálfari Spænska landsliðsins ákvað að velja fleiri varnarmenn á kostnað sóknarmanna í hópinn og valdi Carlos Marchena varnarmann Velancia í hópinn í stað Morientes. Spánverjar verða því með 4 framherja á HM, José Reyes, Fernando Torres, Raul og David Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×