Fótbolti

Frábær bati hjá Rooney segir læknir enska liðsins

Góðar líkur eru á því að Rooney fái að sveifla skotfætinum á HM
Góðar líkur eru á því að Rooney fái að sveifla skotfætinum á HM MYND/AP

Læknir enska liðsins hefur ýtt undir vonir manna um tímanlegan bata Wayne Rooney. Rooney sem brotnaði 24. apríl, var talinn þurfa að minnsta kosti 6 vikur til að ná fullum bata.

Læknirinn Leif Sward hefur sagt að hinn tvítugi Rooney hafi náð ótrúlega skjótum bata. Hann telur allt benda til fullkomins bata og er mjög vongóður um að Rooney verði leikfær á HM.

Hann telur sig geta gefið lokasvar eftir myndatökuna sem Rooney á að fara í á fimmtudaginn. Læknirinn segir að Rooney, sem hefur m.a. notað súrefnistjald til að ná skjótari bata, sé með þann eiginleika að geta náð óvenjuskjótum bata.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×