Fótbolti

Bandaríkin

Bandaríkjamenn eru í E riðli með Tékkum, Ganamönnum og Ítölum. Þeir eru í fimmta sæti á styrkleikalista FIFA samt sem áður yrði það sigur fyrir þá á komast upp úr riðlinum.

Bandaríkjamenn eru með gott lið en eru í vandræðum með hversu sjaldan þeir mæta stóru knattspyrnuþjóðunum. Þeir léku tvo síðustu leikina í undankeppninni með varalið sitt en komust samt auðveldlega á HM.

Bruce Arena stýrir liðinu. Hann tók við eftir HM árið 1998 og hefur komið Bandaríkjamönnum á topp styrkleikalistans. Hann hefur gengt núverandi starfi lengst af öllum starfsbræðrum sínum á HM.

Hinn ungi og bráðefnilegi Freddy Adu komst ekki í leikmannahópinn, hann þarf því að bíða til ársins 2010 með að leika á HM. Cory Gibb sem Charlton hefur fengið til sín frá Feyenood meiddist nýlega og varð að draga sig út úr HM hópnum. Í hans stað kemur leikreyndur Gregg Berhalter frá Energie Cottbus.

Brian McBride og Claudio Reyna eru einir af leikreyndustu mönnum liðsins. Þeir eru foringjarnir sem fara fyrir félögum sínum.

Fyrirliði: Claudio Reyna

Lykilmaður: Caudio Reyna

Gæti slegið í gegn: DaMarcus Beasley

Leikmannahópurinn:

1 Tim Howard

2 Chris Albright

3 Carlos Bocanegra

4 Pablo Mastroeni

5 John O'Brien

6 Steve Cherundolo

7 Eddie Lewis

8 Clinton Dempsey

9 Eddie Johnson

10 Claudio Reyna

11 Brian Ching

12 Cory Gibbs (út, meiddur)

13 Jim Conrad

14 Ben Olsen

15 Bobby Convey

16 Josh Wolff

17 DaMarcus Beasley

18 Kasey Keller

19 Marcus Hahnemann

20 Brian McBride

21 Landon Donovan

22 Oguchi Onyewu

23 Eddie Pope

12 Gregg Berhalter (inn)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×