Fótbolti

Fílabeinsströndin

Fílabeinsstrendingar eru í C riðli ásamt Argentínumönnum, Hollendingum og Serbum og Svartfellingum. Þeir eru í 32. sæti á styrkleikalista FIFA. Þetta er einn af erfiðustu riðlum keppninnar og því ómögulegt að segja til um hvaða lið fara áfram þó flestir hallist að Argentínumönnum og Hollendingum.

Fílabeinstrendingar eru að taka þátt í sinni fyrstu lokakeppni HM eftir átta tilraunir. Þeir unni sinn Afríkuriðil og skildu eftir lið eins og Kamerún og Egiptaland. Í þessu liði eru nokkrir af heitustu knattspyrnumönnum heims. Þeir lentu í öðru sæti Afríkukeppninnar og eru vel spilandi lið.

Frakkinn Henri Michel er þjálfari liðsins. Hann tók við af Robert Nouzaret í mars árið 2004.

Michel var lítið að breyta liði sínu sem tók silfrið í Afríkukeppninni þegar hann valdi HM hópinn.

Leikmaður Chelsea Didier Drogba skoraði níu mörk í undankeppninni. Ef hann nær sér á strik á HM verður vert að taka eftir Fílabeinsstrendingum. Sama má segja um einn sterkasta varnarmann heims Kolo Toure.

Fyrirliði: Didier Drogba

Lykilmaður: Kolo Toure

Gæti slegið í gegn: Didier Zokora

 

 

Leikmannahópurinn:
1 Jean-Jacques Tizie

2 Kanga Akale

3 Arthur Boka

4 Kolo Toure

5 Didier Zokora

6 Blaise Kouassi

7 Emerse Fae

8 Bonaventure Kalou

9 Arouna Kone

10 Gilles Yapi Yapo

11 Didier Drogba

12 Abdoulaye Meite

13 Marc Zoro

14 Bakari Kone

15 Aruna Dindane

16 Gerard Gnanhouan

17 Cyril Domoraud

18 Abdulkader Keita

19 Gneri Yaya Toure

20 Guy Demel

21 Emmanuel Eboue

22 Ndri Romaric

23 Boubacar Barry



Fleiri fréttir

Sjá meira


×