Fótbolti

Argentína

Argentínumenn eru í C riðli með Hollendingum, Fílabeinsstrendingum og Serbum og Svartfellingum. Þeir eru í níunda sæti á heimslista FIFA en Hollendingar mótherjar þeirra eru í því þriðja. Þetta er sterkur riðill og útlit fyrir óvænt úrslit.

Í Argentínu ríkir mikil hefð fyrir knattspyrnu þar sem þátttaka og árangur á heimsmeistaramótinu er skilyrði. Liðið er í nokkurri endurnýjun og treysta þeir á nýja kynslóð leikmanna sem nú þegar hefur sett svip sinn á evrópska knattspyrnu.

Þjálfari liðsins er Jose Pekerman hann hefur gert frábæra hluti með unga knattspyrnumenn og m.a. stýrt Argentínu til sigurs á HM 20 ára og yngri árin 1995, 1997 og 2001. Marga af þeim leikmönnum sem hann þjálfaði þá hefur hann valið í hópinn nú.

Gabriel Heinze leikmaður Manchester United var valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa verið fótbrotinn í vetur og lítið sem ekkert leikið. Hann átti skínandi tímabil í fyrra og var þá valinn leikmaður ársins af áhangendum United. Ekki var pláss fyrir hinn leikreynda Javier Zanetti leikmann Inter í hópi Pekermans.

Leikur liðsins veltur að mestu leyti á hinum frábæra leikstjórnanda Villareal Juan Roman Riquelme. Hann á það til að detta niður en við því mega Argentínumenn alls ekki. Hin ungi leikmaður Evrópumeistara Barcelona Leo Messi gæti sprungið út en við hann eru bundnar miklar vonir.

Fyrirliði: Juan Pablo Sorin

Lykilmaður: Juan Roman Riquelme

Gætu slegið í gegn: Leo Messi og Carlos Teves

Leikmannahópurinn
1 Roberto Abbondanzieri

2 Roberto Ayala

3 Juan Pablo Sorin

4 Fabricio Coloccini

5 Esteban Cambiasso

6 Gabriel Heinze

7 Javier Saviola

8 Javier Mascherano

9 Hernan Crespo

10 Juan Riquelme

11 Carlos Tevez

12 Leo Franco

13 Lionel Scaloni

14 Rodrigo Palacio

15 Gabriel Milito

16 Pablo Aimar

17 Leandro Cufre

18 Rodriguez Maxi

19 Leo Messi

20 Julio Cruz

21 Nicolas Burdisso

22 Lucho Gonzalez

23 Oscar Ustari



Fleiri fréttir

Sjá meira


×