Fótbolti

Brasilía

Brasilíumenn eru í F riðli með Króötum, Áströlum og Japönum. Þeir ættu að sigla mjög auðveldlega í gegnum þennan riðil án vandkvæða. Enda tróna þeir á toppi styrkleikalista FIFA.

Heimsmeistararnir eru sigurstranglegasta liðið á mótinu með marga af bestu knattspyrnumönnum heims innanborðs. Menn eins og Ronaldinho, Ronaldo, Kaka og Roberto Carlos eiga eftir að skemmta áhorfendum með sínum alkunna "sambabolta".

Þjálfari liðsins er Carlos Alberto Parreira. Hann er hokinn af reynslu enda hefur hann stýrt fjórum mismunandi liðum í lokakeppninni. Þau eru auk Brasilíu: Kúveit, Sádí-Arabía og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin. Parreira sýrði Brasilíumönnum til sigurs á HM í Bandaríkjunum árið 1994.

Það kom ekkert á óvart í vali Parreira á leikmannahópi Brasilíumanna enda má segja að þessi hópur velji sig sjálfur.

Hinn magnaði Gaucho Ronaldinho sem er af mörgum talinn allra besti knattspyrnumaður heims kemur til með að vera aðalmaðurinn í liðinu. Þetta lið er hins vegar hópur af snillingum sem hafa aðeins eitt markmið, að vinna heimsmeistarakeppnina.

Fyrirliði: Cafu

Lykilmaður: Ronaldinho

Gæti slegið í gegn: Adriano

Leikmannahópurinn:
1 Dida

2 Cafu

3 Lucio

4 Juan

5 Emerson

6 Roberto Carlos

7 Adriano

8 Kaka

9 Ronaldo

10 Ronaldinho

11 Ze Roberto

12 Ceni Rogerio

13 Cicinho

14 Luisao

15 Cris

16 Da Silva Gilberto

17 Gilberto Silva

18 Edmilson

19 Juninho Pernambucano

20 Ricardinho

21 Fred

22 Julio Cesar

23 Robinho



Fleiri fréttir

Sjá meira


×