Erlent

Ný Bítlaplata kemur eftir viku

Ný plata með Bítlunum kemur út eftir viku. Reyndar með gömlum upptökum úr Abbey Road stúdíóinu. Þetta eru rúmlega 25, lög sem hljóðblönduð voru upp á nýtt af George Martin upptökumeistara Bítlanna og syni hans, Giles Martin, svo og alls konar lagabútar og hljóðbrot, allt sniðið til og endurhljóðblandað fyrir sýningu Cirque du Soleil fjölleikahópsins Love, sem var frumsýnd á Mirage hótelinu í Las Vegas fyrr á þessu ári. Meðal nýjunga á plötunni er sambland af tveimur bítlalögum: Within you Without You og Tomorrow Never Knows. Tónlistin við Love og platan voru sett saman með fullu samþykki eftirlifandi bítla, þeirra Paul McCartneys og Ringo Starrs, svo og Yoko Ono og Oliviu Harrison ekkna John Lennons og George Harrisons. Haft er eftir Paul McCartney að þessi listilegur samsetningur Martin feðganna sameini Bítlana á ný. það sé töfrum líkast. Útgáfudagur plötunnar sem kemur í CD og DVD útgáfum er 21. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×