Erlent

Kristján XI Danaprins fær að eiga tölvulénin

Friðrik og Mary krónprinshjón með frumburðinn Kristján XI.
Friðrik og Mary krónprinshjón með frumburðinn Kristján XI. MYND/Scanpix

Kærunefnd úthlutunar tölvuléna í Danmörku hefur skorið úr um litli prinsinn Kristján XI á einkarétt á lénum þar sem nafn hans kemur fyrir. Ónafngreindum viðskiptamógúl verður því gert að skila lénunum christianXI.dk og christian-XI.dk til konungsfjölskyldunnar. Lénin voru keypt strax daginn eftir að tilkynnt var um nafn litla prinsins.

Kaupandinn keypti lénin sér til ánægju en notaði síðurnar til að vísa yfir á heimasíðu sem selur ryksugur. Fyrir rétti reyndi hann hins vegar að halda því fram að hann hefði hag af lénunum og sagðist ætla að að stofna aðdáendasíðu fyrir indverska krikketliðið Christian XI.

Kærunefndin lét hins vegar ekki sannfærast heldur dæmdi konungsfjölskyldunni lénið, rétt eins og lén með nöfnum hinna í konungsfjölskyldunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×