Þorskeldiskynbætur á Íslandi 17. október 2006 05:00 Frá því á vormánuðum 2003 hefur verið unnið skipulega að söfnun hrogna úr hrygningarþorski við strendur Íslands til myndunar grunnstofns þorskkynbóta. Upphafið að þessari vinnu má rekja til stofnunar fyrirtækisins IceCod ehf. sem er í eigu Stofnsfisks hf., Hafrannsóknastofnunar, Prokaria hf., Fiskey ehf. og ÞÞL ehf. Fyrsta áfanga verkefnis fyrirtækisins um að þróa framtíðargrunnstofn er lokið. Frá 2003 hefur verið safnað hrognum úr 698 hrygnum frá ellefu hrygningarsvæðum við Ísland. Mest hefur verið safnað við suðurströndina, en einnig var safnað við norðaustur- og norðvesturströndina. Er áætlað að 350 fjölskylduhópar muni nýtast í grunnstofn þorskkynbóta. Meta þarf arfgengi mikilvægra eiginleika í grunnstofni og með því hvaða kynbótakerfi henti best þorskakynbótum. Þetta útheimtir umfangsmikið tilraunaeldi. Þorskseiðin sem klakin voru 2003 og 2004 eru komin í áframeldi í kvíum hjá samstarfsaðilum IceCod, HB-Granda og Hraðfrystihúsinu Gunnvör. Yngsti árgangurinn er enn í strandeldi en hinir eru í sjókvíum á Berufirði og í Ísafjarðardjúpi. Elsti árgangurinn (2003) er nú um 1,6-2 kg. Ljóst er af tilraunaeldi þorsks að það tekur um það bil 18 mánuði að ala þorsk úr 0,1 kg í 2 kg miðað við sjávarhita á Berufirði og í Ísafjarðardjúpi. Það er mat IceCod að söfnun í grunnstofn hafi tekist vel og fyrir liggur fyrsta mat á arfgengi vaxtar í íslenskum eldisþorski og raunhæft talið að kynbætur eigi eftir að bæta arðsemi þorskeldis. Þar er horft til reynslu frá öðrum tegundum, svo sem laxeldi, þar sem kynbætur hafa skilað verulegum árangri til aukinnar framleiðslu og lækkunar framleiðslukostnaðar. Næsta verkefni IceCod er að hanna kynbótakerfi sem hentar fyrir þorskeldi í framtíðinni. Það er verkefni komandi ára. Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Frá því á vormánuðum 2003 hefur verið unnið skipulega að söfnun hrogna úr hrygningarþorski við strendur Íslands til myndunar grunnstofns þorskkynbóta. Upphafið að þessari vinnu má rekja til stofnunar fyrirtækisins IceCod ehf. sem er í eigu Stofnsfisks hf., Hafrannsóknastofnunar, Prokaria hf., Fiskey ehf. og ÞÞL ehf. Fyrsta áfanga verkefnis fyrirtækisins um að þróa framtíðargrunnstofn er lokið. Frá 2003 hefur verið safnað hrognum úr 698 hrygnum frá ellefu hrygningarsvæðum við Ísland. Mest hefur verið safnað við suðurströndina, en einnig var safnað við norðaustur- og norðvesturströndina. Er áætlað að 350 fjölskylduhópar muni nýtast í grunnstofn þorskkynbóta. Meta þarf arfgengi mikilvægra eiginleika í grunnstofni og með því hvaða kynbótakerfi henti best þorskakynbótum. Þetta útheimtir umfangsmikið tilraunaeldi. Þorskseiðin sem klakin voru 2003 og 2004 eru komin í áframeldi í kvíum hjá samstarfsaðilum IceCod, HB-Granda og Hraðfrystihúsinu Gunnvör. Yngsti árgangurinn er enn í strandeldi en hinir eru í sjókvíum á Berufirði og í Ísafjarðardjúpi. Elsti árgangurinn (2003) er nú um 1,6-2 kg. Ljóst er af tilraunaeldi þorsks að það tekur um það bil 18 mánuði að ala þorsk úr 0,1 kg í 2 kg miðað við sjávarhita á Berufirði og í Ísafjarðardjúpi. Það er mat IceCod að söfnun í grunnstofn hafi tekist vel og fyrir liggur fyrsta mat á arfgengi vaxtar í íslenskum eldisþorski og raunhæft talið að kynbætur eigi eftir að bæta arðsemi þorskeldis. Þar er horft til reynslu frá öðrum tegundum, svo sem laxeldi, þar sem kynbætur hafa skilað verulegum árangri til aukinnar framleiðslu og lækkunar framleiðslukostnaðar. Næsta verkefni IceCod er að hanna kynbótakerfi sem hentar fyrir þorskeldi í framtíðinni. Það er verkefni komandi ára.
Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira