Illa gengur að ná tölum í hús 5. október 2006 07:15 Á fundi Viðskiptaráðs á Þriðjudag Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, Illugi Gunnarsson hagfræðingur og Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á morgunfundi um stöðu krónunnar. MYND/GVA Ónæg gögn hafa gert Seðlabankanum erfiðara fyrir í mörkun peningastefnu, en endanlegir þjóðhagsreikningar eru eins og hálfs árs gamlir þegar þeir liggja endanlega fyrir. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, nefndi þetta sem dæmi á fundi Viðskiptaráðs um krónuna og peningastjórn í byrjun vikunnar. Arnór segir að því fyrr sem bankinn fái gögn í hendur, þeim mun betra sé það, en ákveðnir þættir valdi því að dráttur verði á. Þannig geti dregist að ársreikningar fyrirtækja liggi fyrir og búið sé að vinna úr þeim. Síðan hefur íbúðafjárfesting líka verið endurskoðuð verulega upp á við, bætir hann við, en áréttar um leið að Ísland sé langt frá því eina landið sem breyta þurfi verulega sínum áætlunum. Þá sé ekki við Hagstofuna eina að sakast því Seðlabankinn hafi sjálfur þurft að endurskoða tölur um þjónustuútflutning. Eftir því sem viðskipti milli landa hafi orðið frjálsari segir hann að dregið hafi úr áreiðanleika upplýsinga um sölu þjónustu milli landa. Stefán Þór Jansen, deildarstjóri á þjóðhagsreikningadeild Hagstofunnar, segir að skil á gögnum til Hagstofunnar verði meðal þess sem rætt verði á morgun á fundi með notendum þjóðhagsreikninga. Þar á meðal eru fulltrúar greiningardeilda, ráðuneyta, Seðlabankans og fleiri. Hann segir ljóst að Hagstofan hafi áhuga á að leita leiða til að flýta innsendingu gagna og nefnir að sérstaklega hafi gengið illa að fá upplýsingar um byggingu húsnæðis. Enginn virðist hafa umboð til að reka á eftir byggingafulltrúum að taka út íbúðir. Árstölurnar eru í lagi en innan ársins ekki, segir hann og telur að Fasteignamat þurfi að ýta á byggingafulltrúa í þessum efnum. Hann segir atvinnuhúsnæði skila sér ótrúlega illa inn hjá Fasteignamatinu. Við erum í vandræðum með að halda utan um allar þessar byggingar. Stefán Þór segir hagstofuna hafa áhuga á að kanna hvort efla megi og flýta gagnaöflun, til dæmis með því að flýta skilum ársreikninga fyrirtækja eða herða á útttektum nýbygginga og bjóst við að það yrði tekið upp við fjármálaráðuneytið og Seðlabankann. Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Ónæg gögn hafa gert Seðlabankanum erfiðara fyrir í mörkun peningastefnu, en endanlegir þjóðhagsreikningar eru eins og hálfs árs gamlir þegar þeir liggja endanlega fyrir. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, nefndi þetta sem dæmi á fundi Viðskiptaráðs um krónuna og peningastjórn í byrjun vikunnar. Arnór segir að því fyrr sem bankinn fái gögn í hendur, þeim mun betra sé það, en ákveðnir þættir valdi því að dráttur verði á. Þannig geti dregist að ársreikningar fyrirtækja liggi fyrir og búið sé að vinna úr þeim. Síðan hefur íbúðafjárfesting líka verið endurskoðuð verulega upp á við, bætir hann við, en áréttar um leið að Ísland sé langt frá því eina landið sem breyta þurfi verulega sínum áætlunum. Þá sé ekki við Hagstofuna eina að sakast því Seðlabankinn hafi sjálfur þurft að endurskoða tölur um þjónustuútflutning. Eftir því sem viðskipti milli landa hafi orðið frjálsari segir hann að dregið hafi úr áreiðanleika upplýsinga um sölu þjónustu milli landa. Stefán Þór Jansen, deildarstjóri á þjóðhagsreikningadeild Hagstofunnar, segir að skil á gögnum til Hagstofunnar verði meðal þess sem rætt verði á morgun á fundi með notendum þjóðhagsreikninga. Þar á meðal eru fulltrúar greiningardeilda, ráðuneyta, Seðlabankans og fleiri. Hann segir ljóst að Hagstofan hafi áhuga á að leita leiða til að flýta innsendingu gagna og nefnir að sérstaklega hafi gengið illa að fá upplýsingar um byggingu húsnæðis. Enginn virðist hafa umboð til að reka á eftir byggingafulltrúum að taka út íbúðir. Árstölurnar eru í lagi en innan ársins ekki, segir hann og telur að Fasteignamat þurfi að ýta á byggingafulltrúa í þessum efnum. Hann segir atvinnuhúsnæði skila sér ótrúlega illa inn hjá Fasteignamatinu. Við erum í vandræðum með að halda utan um allar þessar byggingar. Stefán Þór segir hagstofuna hafa áhuga á að kanna hvort efla megi og flýta gagnaöflun, til dæmis með því að flýta skilum ársreikninga fyrirtækja eða herða á útttektum nýbygginga og bjóst við að það yrði tekið upp við fjármálaráðuneytið og Seðlabankann.
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira