707 milljóna halli á rekstri Landspítala 4. október 2006 06:45 VAXANDI REKSTRARHALLI Þrátt fyrir margs konar aðhaldsaðgerðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á undanförnum árum er rekstrarkostnaðurinn hundruð milljóna umfram áætlun. Rúmlega 700 milljóna króna halli er á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss umfram rekstraráætlun, samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum stjórnunarupplýsingum sem LSH hefur sent frá sér yfir rekstrarstöðu tímabilsins janúar til ágúst 2006. Hallinn eftir fyrstu sex mánuði ársins var 4,2 milljónir. Þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun hefur leitt til mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Rekstrargjöld umfram rekstraráætlun eru samtals 707 milljónir króna eða 3,5 prósent. Launagjöld eru 3,9 prósent umfram áætlun, rekstrargjöld 2,5 prósent og kostnaður vegna S-merktra lyfja er 13,6 prósent umfram áætlun. Þá eru sértekjur 7,5 prósent umfram áætlun. "Rekstraráætlunin hefur einfaldlega ekki gengið upp," segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á LSH. "Starfsemi spítalans yfir sumarmánuðina var talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Það þýddi að kaupa þurfti umtalsverða yfirvinnu af starfsfólki spítalans. Kaup á hjúkrunarþjónustu frá innlendum og erlendum verktakafyrirtækjum hefur aukist til muna. Að auki hefur óhjákvæmileg aukning í starfseminni kallað á meiri mannafla. Þá hefur verið mikill þrýstingur á hækkun launa vegna þensluástands í landinu og álags í starfseminni. Launakostnaður á umræddum átta mánuðum er rúmar 530 milljónir króna umfram rekstraráætlun." Í stjórnunarupplýsingunum kemur enn fremur fram, að komum á dagdeildir spítalans hefur fjölgað, svo og komum á göngudeildir. Hins vegar hefur legudögum fjölgað um nær 3.000 á þessum tíma, sem skýrist af auknum fjölda mikið veikra sjúklinga og einnig útskriftarvanda sem spítalinn hefur lengi átt við að etja. Komum á slysa- og bráðamóttökur LSH hefur fjölgað ört á undanförnum árum og á þessum átta mánuðum alls um 4,1 prósent. Í stjórnunarupplýsingunum er gerð grein fyrir stöðu biðlista. Í mörgum sérgreinum er engin bið, til að mynda í krabbameinslækningum. Í öðrum er nokkurra vikna bið. Biðtíminn hefur hins vegar ekki styst hjá þeim sem bíða eftir gerviliðaaðgerðum, en þeir sem þurfa í gerviliðaaðgerð á hné þurfa að bíða í rúmt ár. Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Rúmlega 700 milljóna króna halli er á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss umfram rekstraráætlun, samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum stjórnunarupplýsingum sem LSH hefur sent frá sér yfir rekstrarstöðu tímabilsins janúar til ágúst 2006. Hallinn eftir fyrstu sex mánuði ársins var 4,2 milljónir. Þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun hefur leitt til mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Rekstrargjöld umfram rekstraráætlun eru samtals 707 milljónir króna eða 3,5 prósent. Launagjöld eru 3,9 prósent umfram áætlun, rekstrargjöld 2,5 prósent og kostnaður vegna S-merktra lyfja er 13,6 prósent umfram áætlun. Þá eru sértekjur 7,5 prósent umfram áætlun. "Rekstraráætlunin hefur einfaldlega ekki gengið upp," segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á LSH. "Starfsemi spítalans yfir sumarmánuðina var talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Það þýddi að kaupa þurfti umtalsverða yfirvinnu af starfsfólki spítalans. Kaup á hjúkrunarþjónustu frá innlendum og erlendum verktakafyrirtækjum hefur aukist til muna. Að auki hefur óhjákvæmileg aukning í starfseminni kallað á meiri mannafla. Þá hefur verið mikill þrýstingur á hækkun launa vegna þensluástands í landinu og álags í starfseminni. Launakostnaður á umræddum átta mánuðum er rúmar 530 milljónir króna umfram rekstraráætlun." Í stjórnunarupplýsingunum kemur enn fremur fram, að komum á dagdeildir spítalans hefur fjölgað, svo og komum á göngudeildir. Hins vegar hefur legudögum fjölgað um nær 3.000 á þessum tíma, sem skýrist af auknum fjölda mikið veikra sjúklinga og einnig útskriftarvanda sem spítalinn hefur lengi átt við að etja. Komum á slysa- og bráðamóttökur LSH hefur fjölgað ört á undanförnum árum og á þessum átta mánuðum alls um 4,1 prósent. Í stjórnunarupplýsingunum er gerð grein fyrir stöðu biðlista. Í mörgum sérgreinum er engin bið, til að mynda í krabbameinslækningum. Í öðrum er nokkurra vikna bið. Biðtíminn hefur hins vegar ekki styst hjá þeim sem bíða eftir gerviliðaaðgerðum, en þeir sem þurfa í gerviliðaaðgerð á hné þurfa að bíða í rúmt ár.
Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira