Fær lyf þrátt fyrir skuldir 9. september 2006 04:30 Magnús Pétursson, forstjóri landspítalans Skammtímaskuldir Landspítalans nema 1.889 milljónum króna og hafa aukist sem nemur 351 milljón króna frá áramótum. Í stjórnunarupplýsingum spítalans janúar-júní 2006 segir: "Greiðslustaða spítalans er því erfið og leiðir það af sér dráttarvaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll samskipti við birgja spítalans verða þyngri." Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að þarna sé ekki átt við að óvild sé á milli spítalans og birgja, þvert á móti segir hann sambandið gott. "Það sem þarna er verið að segja er að ef spítalinn er í þeirri fjárhagsstöðu að hann á erfitt með að standa í skilum þá er eðlilegt að viðskiptasamskiptin verða þyngri," segir Magnús og minnir á að spítalinn eigi viðskipti við mikinn fjölda birgja í landinu. "Viðskiptin við suma þeirra hlaupa ekki á hundruðum heldur þúsundum milljóna. Það er skiljanlegt af þeirra hálfu, þegar dráttur verður á greiðslum, að þá þyngist viðskipti og samskipti." Frá Landspítalanum. Þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu hefur aldrei komið til þess að spítalinn sé ekki afgreiddur með lyf og rekstrarvörur. Samskipti spítalans við birgja eru að sögn stjórnenda góð.Pjetur Aðspurður hvort sú staða hafi komið upp að spítalinn fái ekki afgreidd lyf eða rekstrarvörur vegna greiðslustöðu hjá einstökum birgjum svarar Magnús neitandi. "Birgjarnir sýna því mjög mikinn skilning að veita spítalanum þjónustu, vegna eðlis málsins. Og oft er kannski gengið langt á þeirra velvilja og krít, en ég hef aldrei heyrt um það að birgjar hafi neitað að afgreiða vörur þótt spítalinn sé í skuld við þá." Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga og fjárreiðna, segir að í raun sé bara um tvennt að velja. "Við höfum bara tvo liði og það er annað hvort launin eða greiðslur til birgja. Það hefur ekki verið gert að draga launagreiðslur heldur haft samband við birgja og grein gerð fyrir hvenær verður greitt. Fréttablaðið hafði samband við nokkra af stærstu birgjum Landspítalans og fékk staðfest að skuldir spítalans væru töluverðar og skiptu jafnvel tugum milljóna hjá einstaka fyrirtækjum. Það sjónarmið kom fram að það skyti skökku við að heilbrigðisyfirvöld íhuguðu að setja á fót lyfjaheildverslun og hvettu lyfjafyrirtæki til að standa sig betur á markaði á sama tíma og ríkið safnaði skuldum. Einnig að erfitt væri að skilja af hverju ríkið borgaði dráttarvexti af hundraða milljóna króna skuldum Landspítalans á meðan ríkissjóður skilaði milljarða króna afgangi ár eftir ár. Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Skammtímaskuldir Landspítalans nema 1.889 milljónum króna og hafa aukist sem nemur 351 milljón króna frá áramótum. Í stjórnunarupplýsingum spítalans janúar-júní 2006 segir: "Greiðslustaða spítalans er því erfið og leiðir það af sér dráttarvaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll samskipti við birgja spítalans verða þyngri." Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að þarna sé ekki átt við að óvild sé á milli spítalans og birgja, þvert á móti segir hann sambandið gott. "Það sem þarna er verið að segja er að ef spítalinn er í þeirri fjárhagsstöðu að hann á erfitt með að standa í skilum þá er eðlilegt að viðskiptasamskiptin verða þyngri," segir Magnús og minnir á að spítalinn eigi viðskipti við mikinn fjölda birgja í landinu. "Viðskiptin við suma þeirra hlaupa ekki á hundruðum heldur þúsundum milljóna. Það er skiljanlegt af þeirra hálfu, þegar dráttur verður á greiðslum, að þá þyngist viðskipti og samskipti." Frá Landspítalanum. Þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu hefur aldrei komið til þess að spítalinn sé ekki afgreiddur með lyf og rekstrarvörur. Samskipti spítalans við birgja eru að sögn stjórnenda góð.Pjetur Aðspurður hvort sú staða hafi komið upp að spítalinn fái ekki afgreidd lyf eða rekstrarvörur vegna greiðslustöðu hjá einstökum birgjum svarar Magnús neitandi. "Birgjarnir sýna því mjög mikinn skilning að veita spítalanum þjónustu, vegna eðlis málsins. Og oft er kannski gengið langt á þeirra velvilja og krít, en ég hef aldrei heyrt um það að birgjar hafi neitað að afgreiða vörur þótt spítalinn sé í skuld við þá." Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga og fjárreiðna, segir að í raun sé bara um tvennt að velja. "Við höfum bara tvo liði og það er annað hvort launin eða greiðslur til birgja. Það hefur ekki verið gert að draga launagreiðslur heldur haft samband við birgja og grein gerð fyrir hvenær verður greitt. Fréttablaðið hafði samband við nokkra af stærstu birgjum Landspítalans og fékk staðfest að skuldir spítalans væru töluverðar og skiptu jafnvel tugum milljóna hjá einstaka fyrirtækjum. Það sjónarmið kom fram að það skyti skökku við að heilbrigðisyfirvöld íhuguðu að setja á fót lyfjaheildverslun og hvettu lyfjafyrirtæki til að standa sig betur á markaði á sama tíma og ríkið safnaði skuldum. Einnig að erfitt væri að skilja af hverju ríkið borgaði dráttarvexti af hundraða milljóna króna skuldum Landspítalans á meðan ríkissjóður skilaði milljarða króna afgangi ár eftir ár.
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira