Fær lyf þrátt fyrir skuldir 9. september 2006 04:30 Magnús Pétursson, forstjóri landspítalans Skammtímaskuldir Landspítalans nema 1.889 milljónum króna og hafa aukist sem nemur 351 milljón króna frá áramótum. Í stjórnunarupplýsingum spítalans janúar-júní 2006 segir: "Greiðslustaða spítalans er því erfið og leiðir það af sér dráttarvaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll samskipti við birgja spítalans verða þyngri." Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að þarna sé ekki átt við að óvild sé á milli spítalans og birgja, þvert á móti segir hann sambandið gott. "Það sem þarna er verið að segja er að ef spítalinn er í þeirri fjárhagsstöðu að hann á erfitt með að standa í skilum þá er eðlilegt að viðskiptasamskiptin verða þyngri," segir Magnús og minnir á að spítalinn eigi viðskipti við mikinn fjölda birgja í landinu. "Viðskiptin við suma þeirra hlaupa ekki á hundruðum heldur þúsundum milljóna. Það er skiljanlegt af þeirra hálfu, þegar dráttur verður á greiðslum, að þá þyngist viðskipti og samskipti." Frá Landspítalanum. Þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu hefur aldrei komið til þess að spítalinn sé ekki afgreiddur með lyf og rekstrarvörur. Samskipti spítalans við birgja eru að sögn stjórnenda góð.Pjetur Aðspurður hvort sú staða hafi komið upp að spítalinn fái ekki afgreidd lyf eða rekstrarvörur vegna greiðslustöðu hjá einstökum birgjum svarar Magnús neitandi. "Birgjarnir sýna því mjög mikinn skilning að veita spítalanum þjónustu, vegna eðlis málsins. Og oft er kannski gengið langt á þeirra velvilja og krít, en ég hef aldrei heyrt um það að birgjar hafi neitað að afgreiða vörur þótt spítalinn sé í skuld við þá." Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga og fjárreiðna, segir að í raun sé bara um tvennt að velja. "Við höfum bara tvo liði og það er annað hvort launin eða greiðslur til birgja. Það hefur ekki verið gert að draga launagreiðslur heldur haft samband við birgja og grein gerð fyrir hvenær verður greitt. Fréttablaðið hafði samband við nokkra af stærstu birgjum Landspítalans og fékk staðfest að skuldir spítalans væru töluverðar og skiptu jafnvel tugum milljóna hjá einstaka fyrirtækjum. Það sjónarmið kom fram að það skyti skökku við að heilbrigðisyfirvöld íhuguðu að setja á fót lyfjaheildverslun og hvettu lyfjafyrirtæki til að standa sig betur á markaði á sama tíma og ríkið safnaði skuldum. Einnig að erfitt væri að skilja af hverju ríkið borgaði dráttarvexti af hundraða milljóna króna skuldum Landspítalans á meðan ríkissjóður skilaði milljarða króna afgangi ár eftir ár. Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Skammtímaskuldir Landspítalans nema 1.889 milljónum króna og hafa aukist sem nemur 351 milljón króna frá áramótum. Í stjórnunarupplýsingum spítalans janúar-júní 2006 segir: "Greiðslustaða spítalans er því erfið og leiðir það af sér dráttarvaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll samskipti við birgja spítalans verða þyngri." Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að þarna sé ekki átt við að óvild sé á milli spítalans og birgja, þvert á móti segir hann sambandið gott. "Það sem þarna er verið að segja er að ef spítalinn er í þeirri fjárhagsstöðu að hann á erfitt með að standa í skilum þá er eðlilegt að viðskiptasamskiptin verða þyngri," segir Magnús og minnir á að spítalinn eigi viðskipti við mikinn fjölda birgja í landinu. "Viðskiptin við suma þeirra hlaupa ekki á hundruðum heldur þúsundum milljóna. Það er skiljanlegt af þeirra hálfu, þegar dráttur verður á greiðslum, að þá þyngist viðskipti og samskipti." Frá Landspítalanum. Þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu hefur aldrei komið til þess að spítalinn sé ekki afgreiddur með lyf og rekstrarvörur. Samskipti spítalans við birgja eru að sögn stjórnenda góð.Pjetur Aðspurður hvort sú staða hafi komið upp að spítalinn fái ekki afgreidd lyf eða rekstrarvörur vegna greiðslustöðu hjá einstökum birgjum svarar Magnús neitandi. "Birgjarnir sýna því mjög mikinn skilning að veita spítalanum þjónustu, vegna eðlis málsins. Og oft er kannski gengið langt á þeirra velvilja og krít, en ég hef aldrei heyrt um það að birgjar hafi neitað að afgreiða vörur þótt spítalinn sé í skuld við þá." Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga og fjárreiðna, segir að í raun sé bara um tvennt að velja. "Við höfum bara tvo liði og það er annað hvort launin eða greiðslur til birgja. Það hefur ekki verið gert að draga launagreiðslur heldur haft samband við birgja og grein gerð fyrir hvenær verður greitt. Fréttablaðið hafði samband við nokkra af stærstu birgjum Landspítalans og fékk staðfest að skuldir spítalans væru töluverðar og skiptu jafnvel tugum milljóna hjá einstaka fyrirtækjum. Það sjónarmið kom fram að það skyti skökku við að heilbrigðisyfirvöld íhuguðu að setja á fót lyfjaheildverslun og hvettu lyfjafyrirtæki til að standa sig betur á markaði á sama tíma og ríkið safnaði skuldum. Einnig að erfitt væri að skilja af hverju ríkið borgaði dráttarvexti af hundraða milljóna króna skuldum Landspítalans á meðan ríkissjóður skilaði milljarða króna afgangi ár eftir ár.
Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira