180 farþegar biðu í níu klukkustundir 11. ágúst 2006 07:00 biðin langa Þreyta sótti á suma flugfarþega á meðan þeir biðu eftir því að komast um borð í vél til London. Þessi mynd var tekin skömmu fyrir hádegi og átti fólk þá eftir að bíða dágóða nokkra stund enn. Mynd/víkurfréttir Um 180 manns þurftu að bíða í um níu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í gær eftir því að komast með flugi Icelandair til Heathrow-flugvallar í London. Flugumferð til og frá Bretlandi, og þá sérstaklega Heathrow, raskaðist talsvert í kjölfar þess að hættuástandi var lýst yfir vegna hryðjuverkaógnar. Icelandair flaug tvisvar til Heathrow í gær, önnur vélin átti að fara í loftið klukkan átta að morgni, en það flug frestaðist til klukkan þrjú síðdegis. Hin vélin átti að fara um klukkan fjögur síðdegis en var frestað um tæpa klukkustund. Vélarnar flugu síðan með farþega til baka í gærkvöldi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eitthvað hafi verið um það að þeir sem áttu bókað far með vélunum heim í gærkvöldi hafi frestað fluginu til dagsins í dag vegna ástandsins. Flugfélagið hafi opnað fyrir þann möguleika að miðunum væri breytt. Ásgeir Friðgeirsson var einn þeirra sem frestuðu flugi sínu heim frá London. Ég vildi losna við örtröðina á Heathrow. Það er betra að vinna fram eftir í kvöld [í gær] og fljúga á hádegi á morgun [í dag]. Guðjón Arngrímsson segir að gengið sé út frá því að allt flug í dag verði á áætlun. Iceland Express flaug einu sinni til London í gær, en þar sem ástandið var mun betra á Stansted-flugvelli var það flug á áætlun. Að sögn Birgis Jónssonar misstu þó einhverjir af flugi vélarinnar til baka vegna seinkana annarra flugfélaga. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru hertar, að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Öryggisleit á farþegum var aukin og var þeim meinað að taka með sér vökva í handfarangri í flugvélina. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að ekki hafi borist sams konar krafa frá breskum yfirvöldum. Berglind María Tómasdóttir flaug til Bandaríkjanna síðdegis í gær. Hún var mætt tímanlega á staðinn þar sem margt var í flugstöðinni og sagði rólegt yfirbragð á staðnum þrátt fyrir mannmergðina. Engin sérstök óþægindi hefðu hlotist af aukinni öryggisgæslu. Innlent Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Um 180 manns þurftu að bíða í um níu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í gær eftir því að komast með flugi Icelandair til Heathrow-flugvallar í London. Flugumferð til og frá Bretlandi, og þá sérstaklega Heathrow, raskaðist talsvert í kjölfar þess að hættuástandi var lýst yfir vegna hryðjuverkaógnar. Icelandair flaug tvisvar til Heathrow í gær, önnur vélin átti að fara í loftið klukkan átta að morgni, en það flug frestaðist til klukkan þrjú síðdegis. Hin vélin átti að fara um klukkan fjögur síðdegis en var frestað um tæpa klukkustund. Vélarnar flugu síðan með farþega til baka í gærkvöldi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eitthvað hafi verið um það að þeir sem áttu bókað far með vélunum heim í gærkvöldi hafi frestað fluginu til dagsins í dag vegna ástandsins. Flugfélagið hafi opnað fyrir þann möguleika að miðunum væri breytt. Ásgeir Friðgeirsson var einn þeirra sem frestuðu flugi sínu heim frá London. Ég vildi losna við örtröðina á Heathrow. Það er betra að vinna fram eftir í kvöld [í gær] og fljúga á hádegi á morgun [í dag]. Guðjón Arngrímsson segir að gengið sé út frá því að allt flug í dag verði á áætlun. Iceland Express flaug einu sinni til London í gær, en þar sem ástandið var mun betra á Stansted-flugvelli var það flug á áætlun. Að sögn Birgis Jónssonar misstu þó einhverjir af flugi vélarinnar til baka vegna seinkana annarra flugfélaga. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru hertar, að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Öryggisleit á farþegum var aukin og var þeim meinað að taka með sér vökva í handfarangri í flugvélina. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að ekki hafi borist sams konar krafa frá breskum yfirvöldum. Berglind María Tómasdóttir flaug til Bandaríkjanna síðdegis í gær. Hún var mætt tímanlega á staðinn þar sem margt var í flugstöðinni og sagði rólegt yfirbragð á staðnum þrátt fyrir mannmergðina. Engin sérstök óþægindi hefðu hlotist af aukinni öryggisgæslu.
Innlent Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira