Skattkerfið hætt að jafna tekjur fólks 11. ágúst 2006 08:00 Áhrif skatta á tekjudreifingu hafa minnkað til muna undanfarin ár, samkvæmt Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra. Embætti hans hefur reiknað út ójöfnuð í tekjum Íslendinga. Skattkerfið hefur aldrei jafnað tekjur landsmanna minna en nú. Til að bera saman ójöfnuð í tekjum er notaður svokallaður Gini-stuðull. Hann er viðtekinn mælikvarði á ójöfnuð í skiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um tekjur manna, yfirleitt samkvæmt skattframtali. Árið 2005 var Gini-stuðull Íslands þrjátíu og átta miðað við heildartekjur, en þrjátíu og sex eftir skatta og bætur. Munurinn hefur aldrei verið minni. Eins og sjá má á súluritinu hefur dregið saman með ójöfnuði fyrir og eftir skatta frá 1996. Samkvæmt lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir Gini-stuðla í löndum heimsins er Ísland nú með ójöfnustu tekjuskiptingu í Evrópu ásamt Portúgal. Í grein Fréttablaðsins í síðustu viku kom fram að tekjuójöfnuður væri einn sá mesti í Evrópu en þá voru tölur fyrir árið 2005 ekki komnar. Nú er ljóst að Ísland er komið í efsta sætið ásamt Portúgal. Danmörk hefur minnstan tekjuójöfnuð í Evrópu, með Gini-stuðulinn tuttugu og fimm. „Eitt af hlutverkum skattkerfisins er að vera tekjujöfnunartæki og miðað við þessar tölur virðist skattkerfið ekki vera að virka sem skyldi,“ segir Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. „Þetta er mjög slæm þróun. Við hjá BSRB höfum bent á að ójöfnuður hefur verið að aukast í þjóðfélaginu og það þarf að sporna við því með öllum tiltækum ráðum.“ Hún bendir á skattleysismörkin sem einn þátt í þessari þróun. „Það hefur margoft verið bent á þetta, meðal annars af okkur. Staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 og skattleysismörkin hafa setið eftir síðan þá. Á ráðstefnu hjá Landssambandi eldri borgara tóku allir undir þetta.“ Innlent Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Áhrif skatta á tekjudreifingu hafa minnkað til muna undanfarin ár, samkvæmt Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra. Embætti hans hefur reiknað út ójöfnuð í tekjum Íslendinga. Skattkerfið hefur aldrei jafnað tekjur landsmanna minna en nú. Til að bera saman ójöfnuð í tekjum er notaður svokallaður Gini-stuðull. Hann er viðtekinn mælikvarði á ójöfnuð í skiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um tekjur manna, yfirleitt samkvæmt skattframtali. Árið 2005 var Gini-stuðull Íslands þrjátíu og átta miðað við heildartekjur, en þrjátíu og sex eftir skatta og bætur. Munurinn hefur aldrei verið minni. Eins og sjá má á súluritinu hefur dregið saman með ójöfnuði fyrir og eftir skatta frá 1996. Samkvæmt lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir Gini-stuðla í löndum heimsins er Ísland nú með ójöfnustu tekjuskiptingu í Evrópu ásamt Portúgal. Í grein Fréttablaðsins í síðustu viku kom fram að tekjuójöfnuður væri einn sá mesti í Evrópu en þá voru tölur fyrir árið 2005 ekki komnar. Nú er ljóst að Ísland er komið í efsta sætið ásamt Portúgal. Danmörk hefur minnstan tekjuójöfnuð í Evrópu, með Gini-stuðulinn tuttugu og fimm. „Eitt af hlutverkum skattkerfisins er að vera tekjujöfnunartæki og miðað við þessar tölur virðist skattkerfið ekki vera að virka sem skyldi,“ segir Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. „Þetta er mjög slæm þróun. Við hjá BSRB höfum bent á að ójöfnuður hefur verið að aukast í þjóðfélaginu og það þarf að sporna við því með öllum tiltækum ráðum.“ Hún bendir á skattleysismörkin sem einn þátt í þessari þróun. „Það hefur margoft verið bent á þetta, meðal annars af okkur. Staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 og skattleysismörkin hafa setið eftir síðan þá. Á ráðstefnu hjá Landssambandi eldri borgara tóku allir undir þetta.“
Innlent Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira