Lífið

Magni til Las Vegas

Magni Fór á kostum í síðasta Rock Star-þætti og fékk að flytja uppklappslagið í annað skiptið.
Magni Fór á kostum í síðasta Rock Star-þætti og fékk að flytja uppklappslagið í annað skiptið.
Atkvæðaþáttur í Rock Star: Super­nova fór fram í fyrrinótt og ótvíræður sigurvegari kvöldsins var Magni „okkar" Ásgeirsson. Hljómsveitarmeðlimir Supernova voru svo hrifnir af flutningi Magna kvöldið áður að þeir báðu hann um að flytja lag sitt aftur, en það var rokkslagarinn The Dolphin's Cry með Live.

Er þetta í fyrsta skipti sem þátttakandi er beðinn um endur­flutning. Þátturinn var enn fremur sögulegur fyrir þær sakir að tveir voru sendir heim en það voru þau Jill og Josh sem urðu að pakka niður.

Þeir átta keppendur sem eftir eru fengu enn og aftur óvæntan glaðning því í vikunni fljúga þau með einkaþotu til Las Vegas þar sem þau fá að sjá tónleikastað Supernova en ráðgert er að sveitin haldi þar tónleika með nýjum söngvara um áramótin. Að sjálfsögðu verður síðan boðið í teiti enda er Las Vegas borgin þar sem skemmtanasjúkir geta notið sín að fullu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×