Útlit fyrir að lífeyrir öryrkja verði skertur 20. september 2006 07:30 Kristján Gunnarsson Formaður Starfsgreinasambandsins, Kristján Gunnarsson, telur líklegt að lífeyrissjóðirnir haldi sínu striki. Búist er við að í dag skýrist hvað verður um skerðingu fjórtán lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Skerðingin nemur allt að tugum þúsunda króna á manninn og skipta þeir nokkrum þúsundum sem verða fyrir henni. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í gær að allt benti til þess að skerðingunni verði haldið til streitu þar sem framkvæmdinni verði ekki frestað lengur. Hann bjóst við að málið færi í framhaldinu fyrir dómstóla. „Málið hefur verið til skoðunar og langur aðdragandi verið að þessu þannig að við erum ekki að hrapa að neinu. Það hefur verið til skoðunar að reyna að mæta óskum Öryrkjabandalagsins eins og kostur er en það er því miður ekki hægt. Skerðingunni verður ekki frestað lengur eins og staðan er í dag,“ sagði hann. Kristján telur að Öryrkjabandalagið, ÖBÍ, fari með skerðinguna fyrir dómstóla og reki þá innheimtumál gagnvart lífeyrissjóðunum. „Öryrkjabandalagið hefur því miður haldið á þessu þannig gagnvart lífeyrissjóðunum. Það er því ekkert annað í farvatninu en málaferli,“ segir hann og vonar að ÖBÍ fái gjafsókn og flýtimeðferð. Kristján segir að lífeyrissjóðirnir séu knúnir til að fara þessa leið. „Þetta er ekki óskastaðan okkar. Við höfum fulla samúð með þessu fólki sem hefur ekki úr stóru fjármunum að spila og auðvitað er maður dapur yfir því að þurfa að hrifsa einhverja smáaura af fátæku fólki. Það er ömurleg staða.“ Kristján segir það gefa auga leið að ríkið verði að koma til móts við öryrkjana í gegnum Tryggingastofnun og bæta þeim þann tekjumissi sem þeir verða fyrir. Fjallað verður um skerðinguna í dag í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, miðstjórn ASÍ og á stjórnarfundi hjá Gildi, stærsta lífeyrissjóðnum. Vilhjálmur Egilsson, varaformaður Gildis, sagði í gær málið vera rætt frá öllum hliðum en engin niðurstaða lægi fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sagði mörg álitamál og margt flókið í málinu. „Menn eru að skoða þessi mál,“ sagði hann í gær. Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
Búist er við að í dag skýrist hvað verður um skerðingu fjórtán lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Skerðingin nemur allt að tugum þúsunda króna á manninn og skipta þeir nokkrum þúsundum sem verða fyrir henni. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í gær að allt benti til þess að skerðingunni verði haldið til streitu þar sem framkvæmdinni verði ekki frestað lengur. Hann bjóst við að málið færi í framhaldinu fyrir dómstóla. „Málið hefur verið til skoðunar og langur aðdragandi verið að þessu þannig að við erum ekki að hrapa að neinu. Það hefur verið til skoðunar að reyna að mæta óskum Öryrkjabandalagsins eins og kostur er en það er því miður ekki hægt. Skerðingunni verður ekki frestað lengur eins og staðan er í dag,“ sagði hann. Kristján telur að Öryrkjabandalagið, ÖBÍ, fari með skerðinguna fyrir dómstóla og reki þá innheimtumál gagnvart lífeyrissjóðunum. „Öryrkjabandalagið hefur því miður haldið á þessu þannig gagnvart lífeyrissjóðunum. Það er því ekkert annað í farvatninu en málaferli,“ segir hann og vonar að ÖBÍ fái gjafsókn og flýtimeðferð. Kristján segir að lífeyrissjóðirnir séu knúnir til að fara þessa leið. „Þetta er ekki óskastaðan okkar. Við höfum fulla samúð með þessu fólki sem hefur ekki úr stóru fjármunum að spila og auðvitað er maður dapur yfir því að þurfa að hrifsa einhverja smáaura af fátæku fólki. Það er ömurleg staða.“ Kristján segir það gefa auga leið að ríkið verði að koma til móts við öryrkjana í gegnum Tryggingastofnun og bæta þeim þann tekjumissi sem þeir verða fyrir. Fjallað verður um skerðinguna í dag í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, miðstjórn ASÍ og á stjórnarfundi hjá Gildi, stærsta lífeyrissjóðnum. Vilhjálmur Egilsson, varaformaður Gildis, sagði í gær málið vera rætt frá öllum hliðum en engin niðurstaða lægi fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sagði mörg álitamál og margt flókið í málinu. „Menn eru að skoða þessi mál,“ sagði hann í gær.
Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira