Heimahjúkrun verði efld 14. júlí 2006 07:45 heilbrigðisráðherra Segir blasa við að öldruðum sé að fjölga og meira fé þurfi inn í málaflokkinn. MYND/Valli „Brýnasta verkefnið er að stórefla þjónustu við aldraða í heimahúsum. Það þarf að efla heimahjúkrunina og svo þyrftu sveitarfélögin líka að efla félagslega heimaþjónustu,“ segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem kynnti í gær áherslur sínar í öldrunarmálum, sem eru í fimm flokkum, með bæklingnum Ný sýn – nýjar áherslur. „Þetta eru mín áhersluatriði í málaflokknum sem ég mun berjast fyrir að ná fram. Bæði með því að ná fjármagni í það sem ég tel mikilvægast og einnig að setjast að vinnu sem á að tryggja að þjónusta við aldraða eflist.“ Fyrsta áherslan snýr að stjórnskipulagi öldunarþjónustu. „Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna og ég tel að það vanti skýrari reglur hvað í þeirri þjónustu á að felast. Einnig þarf að fara yfir verkaskiptingu eins og varðandi þjónustu við aldraða sem eru heima. Þar er ríkið með heimahjúkrunina en sveitarfélagið með félagslega þjónustu eins og þrif. Það er ekki eðlilegt að hafa þessa nátengdu þjónustu á hendi tveggja mismunandi aðila.“ Önnur áherslan lýtur að þjónustu við aldraða í heimahúsum sem verður efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. Á stærstu þéttbýlisstöðum landsins verði komið á fót skipulegri vaktþjónustu allan sólarhringinn. Stefnt er að því að koma á fót öldrunarlækningum og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu við aldraða við tiltekin sjúkrahús eða heilbrigðisstofnanir í öllum landshlutum. Geðdeild fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma verður komið á fót á öldrunarsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þriðja áherslan snýr að stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Forgangur þeirra að hjúkrunarrýmum sem eru í mestri þörf verði betur tryggður og stuðlað að auknu hlutfalli fagmenntaðs starfsfólks á öldunarstofnunum. Fjórða áherslan fjallar um fjölgun hjúkrunarrýma og endurbætur á öldrunarstofnunum. Ráðist verður í frekari endurbætur og breytingar á stofnanarýmum með það markmið að fjölga einbýlum og bæta aðstæður. Fimmta áherslan er bætt upplýsingagjöf um málefni aldraðra og öldrunarþjónustu en komið verði á fót gagnagrunni með heildarupplýsingum um þjónustu við aldraða um allt land. Einnig verði stofnuð upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Engar bótatillögur felast í þessari stefnumótun sem snýr einungis að þjónustuþættinum að sögn Sivjar. „Ásmundarnefndin svonefnda hefur verið í mikilli vinnu varðandi bótakerfi aldraðra. Ég hef fylgst með því starfi í gegnum fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins sem sitja í nefndinni og þar fer fram gífurlega þarft starf. Forsætisráðherra mun fá tillögur nefndarinnar þegar þær liggja fyrir og ríkisstjórnin tekur ákvarðanir í kjölfarið.“ Innlent Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Erlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
„Brýnasta verkefnið er að stórefla þjónustu við aldraða í heimahúsum. Það þarf að efla heimahjúkrunina og svo þyrftu sveitarfélögin líka að efla félagslega heimaþjónustu,“ segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem kynnti í gær áherslur sínar í öldrunarmálum, sem eru í fimm flokkum, með bæklingnum Ný sýn – nýjar áherslur. „Þetta eru mín áhersluatriði í málaflokknum sem ég mun berjast fyrir að ná fram. Bæði með því að ná fjármagni í það sem ég tel mikilvægast og einnig að setjast að vinnu sem á að tryggja að þjónusta við aldraða eflist.“ Fyrsta áherslan snýr að stjórnskipulagi öldunarþjónustu. „Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna og ég tel að það vanti skýrari reglur hvað í þeirri þjónustu á að felast. Einnig þarf að fara yfir verkaskiptingu eins og varðandi þjónustu við aldraða sem eru heima. Þar er ríkið með heimahjúkrunina en sveitarfélagið með félagslega þjónustu eins og þrif. Það er ekki eðlilegt að hafa þessa nátengdu þjónustu á hendi tveggja mismunandi aðila.“ Önnur áherslan lýtur að þjónustu við aldraða í heimahúsum sem verður efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. Á stærstu þéttbýlisstöðum landsins verði komið á fót skipulegri vaktþjónustu allan sólarhringinn. Stefnt er að því að koma á fót öldrunarlækningum og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu við aldraða við tiltekin sjúkrahús eða heilbrigðisstofnanir í öllum landshlutum. Geðdeild fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma verður komið á fót á öldrunarsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þriðja áherslan snýr að stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Forgangur þeirra að hjúkrunarrýmum sem eru í mestri þörf verði betur tryggður og stuðlað að auknu hlutfalli fagmenntaðs starfsfólks á öldunarstofnunum. Fjórða áherslan fjallar um fjölgun hjúkrunarrýma og endurbætur á öldrunarstofnunum. Ráðist verður í frekari endurbætur og breytingar á stofnanarýmum með það markmið að fjölga einbýlum og bæta aðstæður. Fimmta áherslan er bætt upplýsingagjöf um málefni aldraðra og öldrunarþjónustu en komið verði á fót gagnagrunni með heildarupplýsingum um þjónustu við aldraða um allt land. Einnig verði stofnuð upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Engar bótatillögur felast í þessari stefnumótun sem snýr einungis að þjónustuþættinum að sögn Sivjar. „Ásmundarnefndin svonefnda hefur verið í mikilli vinnu varðandi bótakerfi aldraðra. Ég hef fylgst með því starfi í gegnum fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins sem sitja í nefndinni og þar fer fram gífurlega þarft starf. Forsætisráðherra mun fá tillögur nefndarinnar þegar þær liggja fyrir og ríkisstjórnin tekur ákvarðanir í kjölfarið.“
Innlent Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Erlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira