Heimahjúkrun verði efld 14. júlí 2006 07:45 heilbrigðisráðherra Segir blasa við að öldruðum sé að fjölga og meira fé þurfi inn í málaflokkinn. MYND/Valli „Brýnasta verkefnið er að stórefla þjónustu við aldraða í heimahúsum. Það þarf að efla heimahjúkrunina og svo þyrftu sveitarfélögin líka að efla félagslega heimaþjónustu,“ segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem kynnti í gær áherslur sínar í öldrunarmálum, sem eru í fimm flokkum, með bæklingnum Ný sýn – nýjar áherslur. „Þetta eru mín áhersluatriði í málaflokknum sem ég mun berjast fyrir að ná fram. Bæði með því að ná fjármagni í það sem ég tel mikilvægast og einnig að setjast að vinnu sem á að tryggja að þjónusta við aldraða eflist.“ Fyrsta áherslan snýr að stjórnskipulagi öldunarþjónustu. „Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna og ég tel að það vanti skýrari reglur hvað í þeirri þjónustu á að felast. Einnig þarf að fara yfir verkaskiptingu eins og varðandi þjónustu við aldraða sem eru heima. Þar er ríkið með heimahjúkrunina en sveitarfélagið með félagslega þjónustu eins og þrif. Það er ekki eðlilegt að hafa þessa nátengdu þjónustu á hendi tveggja mismunandi aðila.“ Önnur áherslan lýtur að þjónustu við aldraða í heimahúsum sem verður efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. Á stærstu þéttbýlisstöðum landsins verði komið á fót skipulegri vaktþjónustu allan sólarhringinn. Stefnt er að því að koma á fót öldrunarlækningum og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu við aldraða við tiltekin sjúkrahús eða heilbrigðisstofnanir í öllum landshlutum. Geðdeild fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma verður komið á fót á öldrunarsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þriðja áherslan snýr að stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Forgangur þeirra að hjúkrunarrýmum sem eru í mestri þörf verði betur tryggður og stuðlað að auknu hlutfalli fagmenntaðs starfsfólks á öldunarstofnunum. Fjórða áherslan fjallar um fjölgun hjúkrunarrýma og endurbætur á öldrunarstofnunum. Ráðist verður í frekari endurbætur og breytingar á stofnanarýmum með það markmið að fjölga einbýlum og bæta aðstæður. Fimmta áherslan er bætt upplýsingagjöf um málefni aldraðra og öldrunarþjónustu en komið verði á fót gagnagrunni með heildarupplýsingum um þjónustu við aldraða um allt land. Einnig verði stofnuð upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Engar bótatillögur felast í þessari stefnumótun sem snýr einungis að þjónustuþættinum að sögn Sivjar. „Ásmundarnefndin svonefnda hefur verið í mikilli vinnu varðandi bótakerfi aldraðra. Ég hef fylgst með því starfi í gegnum fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins sem sitja í nefndinni og þar fer fram gífurlega þarft starf. Forsætisráðherra mun fá tillögur nefndarinnar þegar þær liggja fyrir og ríkisstjórnin tekur ákvarðanir í kjölfarið.“ Innlent Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Brýnasta verkefnið er að stórefla þjónustu við aldraða í heimahúsum. Það þarf að efla heimahjúkrunina og svo þyrftu sveitarfélögin líka að efla félagslega heimaþjónustu,“ segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem kynnti í gær áherslur sínar í öldrunarmálum, sem eru í fimm flokkum, með bæklingnum Ný sýn – nýjar áherslur. „Þetta eru mín áhersluatriði í málaflokknum sem ég mun berjast fyrir að ná fram. Bæði með því að ná fjármagni í það sem ég tel mikilvægast og einnig að setjast að vinnu sem á að tryggja að þjónusta við aldraða eflist.“ Fyrsta áherslan snýr að stjórnskipulagi öldunarþjónustu. „Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna og ég tel að það vanti skýrari reglur hvað í þeirri þjónustu á að felast. Einnig þarf að fara yfir verkaskiptingu eins og varðandi þjónustu við aldraða sem eru heima. Þar er ríkið með heimahjúkrunina en sveitarfélagið með félagslega þjónustu eins og þrif. Það er ekki eðlilegt að hafa þessa nátengdu þjónustu á hendi tveggja mismunandi aðila.“ Önnur áherslan lýtur að þjónustu við aldraða í heimahúsum sem verður efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. Á stærstu þéttbýlisstöðum landsins verði komið á fót skipulegri vaktþjónustu allan sólarhringinn. Stefnt er að því að koma á fót öldrunarlækningum og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu við aldraða við tiltekin sjúkrahús eða heilbrigðisstofnanir í öllum landshlutum. Geðdeild fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma verður komið á fót á öldrunarsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þriðja áherslan snýr að stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Forgangur þeirra að hjúkrunarrýmum sem eru í mestri þörf verði betur tryggður og stuðlað að auknu hlutfalli fagmenntaðs starfsfólks á öldunarstofnunum. Fjórða áherslan fjallar um fjölgun hjúkrunarrýma og endurbætur á öldrunarstofnunum. Ráðist verður í frekari endurbætur og breytingar á stofnanarýmum með það markmið að fjölga einbýlum og bæta aðstæður. Fimmta áherslan er bætt upplýsingagjöf um málefni aldraðra og öldrunarþjónustu en komið verði á fót gagnagrunni með heildarupplýsingum um þjónustu við aldraða um allt land. Einnig verði stofnuð upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Engar bótatillögur felast í þessari stefnumótun sem snýr einungis að þjónustuþættinum að sögn Sivjar. „Ásmundarnefndin svonefnda hefur verið í mikilli vinnu varðandi bótakerfi aldraðra. Ég hef fylgst með því starfi í gegnum fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins sem sitja í nefndinni og þar fer fram gífurlega þarft starf. Forsætisráðherra mun fá tillögur nefndarinnar þegar þær liggja fyrir og ríkisstjórnin tekur ákvarðanir í kjölfarið.“
Innlent Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira