Segir stúdentsprófið ekki ávísun á háskólavist 13. júlí 2006 07:30 Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með tillögur nefndarinnar þótt enginn sé óánægður. Skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði er efins um að þær hafi mikil áhrif á starfsnám. MYND/úr safni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í gær niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms þar sem meðal annars komu fram tillögur að því að hefðbundin aðgreining starfsnáms og bóknáms í framhaldsskólum yrði afnumin og að skólum yrði veitt meira frelsi en áður til að bjóða margvíslegt nám til stúdentsprófs. Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með niðurstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að verði hugmyndirnar að veruleika gæti komið til þess að stúdentspróf yrði ekki lengur ávísun á að komast inn í háskólanám. "Vissulega getur það orðið. Það virðist vera þannig að framhaldsskólarnir fái miklu meira svigrúm til að skipuleggja nám sitt og síðan munu háskólarnir bara meta það hvað af þessu námi er eftirsóknarvert fyrir þá að fá inn." Þorsteinn er þó jákvæður í garð tillagnanna. "Háskólanám þarf líka á starfsnámi að halda í sinni uppbyggingu, þannig að ég held að þetta geti farið vel saman." Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er ánægður með niðurstöðuna. "Ég er mjög ánægður með það að það eigi að veita skólunum meira frelsi og að það eigi að hafa kjarnann tiltölulega einfaldan og rúman eins og þarna er stungið upp á." Hann segir að afnám aðgreiningar starfsnáms og bóknáms sé ekkert nýtt, því það hafi lengi verið undir skólunum sjálfum komið hvort þeir viðurkenni verknám sem hluta stúdentsprófs. Í Menntaskólanum á Akureyri hafi til dæmis áður verið boðið upp á það að nemendur tækju hluta af sínu stúdentsprófi í verknámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Það er hvergi í þessum tillögum heldur minnst á það hversu langt námið á að vera og þess vegna er þarna verið að leysa úr þeim fjötrum sem umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs er komin í." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður menntanefndar ASÍ, segir að loksins sé stigið skynsamlegt skref í átt að því að jafna stöðu starfsnáms og bóknáms. "Hingað til hafa aðgerðir stjórnvalda frekar miðast við að gera hlut starfsmenntunar lægri en hefur verið með því að leggja niður starfsbrautir og fleira í þeim dúr." Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, er efins um að tillögurnar hafi mikil áhrif á starfsnám. "Starfsnámið er og hefur alltaf verið hornreka og ég efast um að þetta breyti miklu þar um. Afnám aðgreiningarinnar er jákvæð í sjálfu sér en þetta er bara á pappírum enn sem komið er." Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður náði tali af þeim í gær. Hagsmunaráð framhaldsskólanema mun funda um málið í kvöld og hyggst taka afstöðu að fundinum loknum. Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í gær niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms þar sem meðal annars komu fram tillögur að því að hefðbundin aðgreining starfsnáms og bóknáms í framhaldsskólum yrði afnumin og að skólum yrði veitt meira frelsi en áður til að bjóða margvíslegt nám til stúdentsprófs. Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með niðurstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að verði hugmyndirnar að veruleika gæti komið til þess að stúdentspróf yrði ekki lengur ávísun á að komast inn í háskólanám. "Vissulega getur það orðið. Það virðist vera þannig að framhaldsskólarnir fái miklu meira svigrúm til að skipuleggja nám sitt og síðan munu háskólarnir bara meta það hvað af þessu námi er eftirsóknarvert fyrir þá að fá inn." Þorsteinn er þó jákvæður í garð tillagnanna. "Háskólanám þarf líka á starfsnámi að halda í sinni uppbyggingu, þannig að ég held að þetta geti farið vel saman." Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er ánægður með niðurstöðuna. "Ég er mjög ánægður með það að það eigi að veita skólunum meira frelsi og að það eigi að hafa kjarnann tiltölulega einfaldan og rúman eins og þarna er stungið upp á." Hann segir að afnám aðgreiningar starfsnáms og bóknáms sé ekkert nýtt, því það hafi lengi verið undir skólunum sjálfum komið hvort þeir viðurkenni verknám sem hluta stúdentsprófs. Í Menntaskólanum á Akureyri hafi til dæmis áður verið boðið upp á það að nemendur tækju hluta af sínu stúdentsprófi í verknámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Það er hvergi í þessum tillögum heldur minnst á það hversu langt námið á að vera og þess vegna er þarna verið að leysa úr þeim fjötrum sem umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs er komin í." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður menntanefndar ASÍ, segir að loksins sé stigið skynsamlegt skref í átt að því að jafna stöðu starfsnáms og bóknáms. "Hingað til hafa aðgerðir stjórnvalda frekar miðast við að gera hlut starfsmenntunar lægri en hefur verið með því að leggja niður starfsbrautir og fleira í þeim dúr." Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, er efins um að tillögurnar hafi mikil áhrif á starfsnám. "Starfsnámið er og hefur alltaf verið hornreka og ég efast um að þetta breyti miklu þar um. Afnám aðgreiningarinnar er jákvæð í sjálfu sér en þetta er bara á pappírum enn sem komið er." Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður náði tali af þeim í gær. Hagsmunaráð framhaldsskólanema mun funda um málið í kvöld og hyggst taka afstöðu að fundinum loknum.
Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira