Innlent

Níu hættu við

úr úlfarsárdal upp í Grafarholt Í útboði borgarinnar voru parhúsalóðirnar 43 og einbýlishúsalóðirnar 40 auk fjölbýlishúsalóða.
úr úlfarsárdal upp í Grafarholt Í útboði borgarinnar voru parhúsalóðirnar 43 og einbýlishúsalóðirnar 40 auk fjölbýlishúsalóða. MYND/Vilhelm

Hæstbjóðendur í fjórar parhúsalóðir og fimm einbýlishúsalóðir í Úlfarsfelli hafa fallið frá kaupunum. Reykjavíkurborg bauð lóðirnar út og námu allra hæstu tilboðin í þær allt að 21 milljón í einbýlin og 23 milljónum í parhúsalóðirnar.

Systir byggingarverktakans Benedikts Jósepssonar var ein af þeim sem hætti við kaupin. Hann bauð í upphafi hæst í allar einbýlis­húsalóðirnar utan eina.

„Ég keypti lóðina sem ég mátti fá, en systur minni fannst lóðin hafa gengisfallið. Sérstaklega þegar dró nær kosningum þá var farið að láta liggja að því að úthluta ætti lóðum á kostnaðarverði sem er þá hentugra fyrir einstaklinga,“ segir Benedikt. Sjálfur ætlar hann að byggja sitt síðar. Húsið verði ekki hannað fyrr en á næsta ári.

Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, segir hæstbjóðendurna ekki hafa verið krafða skýringa á því hvers vegna þeir hættu við kaupin. Þeir missi hins vegar tryggingarfé sitt upp á 250 þúsund krónur. Hann segir að lóðirnar níu verði ekki boðnar þeim sem næstir voru í röðinni: „Tilboðin giltu aðeins í tvo mánuði og eru runnin út.“

Ágúst segir að þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun finnist sér líklegast að lóðunum níu verði úthlutað með lóðum seinni hluta hverfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×