Innlent

Hagnast um 57 milljarða króna

 Hagnaður Alcoa nam 744 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur 57 milljörðum íslenskra króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Þetta er besta afkoma í sögu fyrirtækisins, en hún er að mestu útskýrð með háu álverði og mikilli eftirspurn. Einnig hefur hagræðing verið aukin og tilkostnaður lækkaður, að sögn Alains Belda, stjórnarformanns Alcoa.

Alcoa er stærsti framleiðandi heims á súráli, hrááli og unnum álvörum. Fyrirtækið framleiðir málma sem notaðir eru í margs konar iðnaði, til dæmis við smíði samgöngutækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×