Innlent

Árið 2007 verði ár jafnra tækifæra

magnús stefánsson
magnús stefánsson

Evrópusambandið hefur ákveðið að árið 2007 eigi að hafa þema í þágu jafnra tækifæra fyrir alla. Samkvæmt heimasíðu sambandsins er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um rétt sinn til að njóta jafnra tækifæra og lífs án mismununar.

Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, fagnar þessum tíðindum. Hún segist hafa orðið vör við mikin áhuga hjá félagsmálaráðuneytinu að taka þátt í þessu verkefni en ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti það verður. Hvað Jafnréttisstofu varðar segir Margrét María að með samvinnu ólíkra hópa verði hægt að ná árangri. Ég sé tækifæri þar sem ólíkir hópar geta unnið saman að sameiginlegu markmiði, segir Margrét María. Það hefur vantað upp á að hópar vinni saman, til dæmis að öryrkjar og Jafnréttisstofa vinni saman að því að útrýma mismunun hvers konar í samfélaginu.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir að þess sé að vænta bráðlega að ráðuneytið tilkynni til hvaða ráðstafana verði gripið hér á landi í tengslum við þetta verkefni. Við höfum fullan hug á að taka með markvissum hætti þátt í verkefninu, segir félagsmálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×