Réttarstaða sumarhúsaeigenda slæm 11. júlí 2006 07:00 Sveinn Guðmundsson Formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. MYND/Valli Sumarhúsaeigendum í Borgarfirði hafa verið settir afarkostir, að greiða annað hvort tæplega fjórfalt hærri ársleigu undir bústaði sína eða að kaupa landið langt yfir markaðsverði. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Haldi eigendurnir kröfum sínum til streitu gæti deilan farið fyrir dómstóla: Líkurnar eru meiri en minni að það gerist. Sveinn vill ekki greina frá því hvert sumarhúsasvæðið sé, þar sem viðræður við nýja landeigendur séu á viðkvæmu stigi, en segir að bóndinn sem átti landið upphaflega hafi selt það fjárfestum af höfuðborgarsvæðinu á níutíu milljónir. Svo gerist það að kaupandinn hefur samband við leiguliðana og segir að nú séu nýir tímar. Leigan að renna út og gerðir verði nýir leigusamningar sem hljóði upp á allt aðrar tölur en áður, segir Sveinn. Ársleigan hafi verið milli þrjátíu og fjörutíu þúsund en fólkinu verði gert að greiða 150 þúsund krónur. Nýi eigandinn hafi jafnframt boðið leiguliðunum að kaupa lóðirnar á uppsprengdu verði, tíu til fimmtán milljónir á hektarann, sem áður kostaði eina til tvær milljónir króna. Hann hafi síðan ætlað að fá skipulagi svæðisins breytt, en hugmyndunum hafi verið hafnað í grenndarkynningu. Nýi landeigandinn hafi þá selt sumarhúsasvæðið öðrum kaupahéðni af höfuðborgarsvæðinu á ríflega þrjú hundruð milljónir króna: Sá fer í sama gír, nema að hann ætlar ekki að leigja heldur þvinga fólkið til að kaupa, segir Sveinn. Sumarhúsaeigendurnir á svæðinu séu sjötíu til áttatíu: En þeim skiptir hundruðum á landinu sem gætu lent í þessari stöðu eða eru í henni núna. Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Borgarbyggð og sveitarstjóri í forföllum, segir áhyggjuefni að braskað sé með sumarhúsalóðir í sveitarfélaginu: Æskilegast er að áfram verði hægt að nýta svæðið eins og verið hefur. Eiríkur tjáir sig ekki um ofursöluna milli auðkýfinganna, því hann hafi ekki fengið tíðindin staðfest. Sveinn segir að breyta þurfi lögum um sumarhúsaeignir. Sumarhúsaeigendur þurfi til að mynda að hafa forkaupsrétt að lóðunum svo þeir þurfi ekki að þola að markaðsverðið margfaldist á stuttum tíma. Landssamband sumarhúsaeigenda hafi bent hinu opinbera á það, því fjárfestar leiti nú að sumarhúsasvæðum þar sem leigusamningarnir séu við það að renna út. Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Sumarhúsaeigendum í Borgarfirði hafa verið settir afarkostir, að greiða annað hvort tæplega fjórfalt hærri ársleigu undir bústaði sína eða að kaupa landið langt yfir markaðsverði. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Haldi eigendurnir kröfum sínum til streitu gæti deilan farið fyrir dómstóla: Líkurnar eru meiri en minni að það gerist. Sveinn vill ekki greina frá því hvert sumarhúsasvæðið sé, þar sem viðræður við nýja landeigendur séu á viðkvæmu stigi, en segir að bóndinn sem átti landið upphaflega hafi selt það fjárfestum af höfuðborgarsvæðinu á níutíu milljónir. Svo gerist það að kaupandinn hefur samband við leiguliðana og segir að nú séu nýir tímar. Leigan að renna út og gerðir verði nýir leigusamningar sem hljóði upp á allt aðrar tölur en áður, segir Sveinn. Ársleigan hafi verið milli þrjátíu og fjörutíu þúsund en fólkinu verði gert að greiða 150 þúsund krónur. Nýi eigandinn hafi jafnframt boðið leiguliðunum að kaupa lóðirnar á uppsprengdu verði, tíu til fimmtán milljónir á hektarann, sem áður kostaði eina til tvær milljónir króna. Hann hafi síðan ætlað að fá skipulagi svæðisins breytt, en hugmyndunum hafi verið hafnað í grenndarkynningu. Nýi landeigandinn hafi þá selt sumarhúsasvæðið öðrum kaupahéðni af höfuðborgarsvæðinu á ríflega þrjú hundruð milljónir króna: Sá fer í sama gír, nema að hann ætlar ekki að leigja heldur þvinga fólkið til að kaupa, segir Sveinn. Sumarhúsaeigendurnir á svæðinu séu sjötíu til áttatíu: En þeim skiptir hundruðum á landinu sem gætu lent í þessari stöðu eða eru í henni núna. Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Borgarbyggð og sveitarstjóri í forföllum, segir áhyggjuefni að braskað sé með sumarhúsalóðir í sveitarfélaginu: Æskilegast er að áfram verði hægt að nýta svæðið eins og verið hefur. Eiríkur tjáir sig ekki um ofursöluna milli auðkýfinganna, því hann hafi ekki fengið tíðindin staðfest. Sveinn segir að breyta þurfi lögum um sumarhúsaeignir. Sumarhúsaeigendur þurfi til að mynda að hafa forkaupsrétt að lóðunum svo þeir þurfi ekki að þola að markaðsverðið margfaldist á stuttum tíma. Landssamband sumarhúsaeigenda hafi bent hinu opinbera á það, því fjárfestar leiti nú að sumarhúsasvæðum þar sem leigusamningarnir séu við það að renna út.
Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira