Kæra rektor vegna skemmtanabanns 18. september 2006 06:00 Menntaskólinn við Sund. Rektor segist ekki hafa treyst sér til að hafa sjö unga menn á dansleik sem haldinn var við skólann. „Við teljum son okkar hafa verið beittan svo miklum órétti í þessu máli að við sjáum okkur ekki annað fært en að bregðast við,“ segir Viðar Garðarsson, sem nú er að undirbúa stjórnsýslukæru á hendur Más Vilhjálmssonar, rektors Menntaskólans við Sund. Ástæðu kærunnar segir Viðar vera þá að hann telji rektorinn hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þegar hann úrskurðaði nokkra pilta í skemmtanabann við skólann, þar sem hann taldi þá hafa átt aðild að átökum lögreglu og ungmenna í Skeifunni snemma í mánuðinum. Viðar segir son sinn ekki tengjast þessu máli á annan hátt en að hann er meðlimur á bloggsíðu þar sem skrifað var um atburðina. Þau skrif segir hann þó hafa verið undirrituð með fullu nafni höfundar og því telji hann undarlegt að þau séu látin bitna á öllum þeim sem tengjast síðunni. VIÐAR GARÐARSSON Telur son sinn hafa verið beittan órétti að hálfu rektors Menntaskólans við Sund og undirbýr stjórnsýslu kæru. „Það að banna ungmennum að taka þátt í félagslífi menntaskóla síns vegna atburða sem þau tengdust ekki neitt og hafa ekkert með skólann að gera þykir mér einkennilegt. Ég hef farið yfir málið ásamt lögfræðingi og við fáum ekki sé að ákvörðun rektors standist reglur nemendafélags, menntaskólans eða menntamálaráðuneytisins,“ segir Viðar. Hann kveðst hafa spurt rektorinn margoft í hverju hann teldi brot sonar síns vera fólgið og á hvaða reglum hann hefði byggt ákvörðun sína um skemmtanabann. Það eina sem hann hafi uppskorið var að væri hann ósáttur gæti hann kært málið eftir formlegum leiðum. Því segist Viðar ekki eiga annars úrkosta en að senda stjórnsýslukæru. Fleiri foreldrar sem haft var samband við vegna málsins töldu rektor ekki hafa gætt sanngirni og töldu afskipti hans af því sem nemendur hafa haft fyrir stafni í frítíma sínum óþörf. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir ekki rétt að kalla aðgerðirnar bann. Hann telur eðlilegt að álitamál geti komið upp innan opinberra stofnana eins og menntaskóla og ekkert sé athugavert við að þau séu afgreidd eftir opinberum leiðum. „Það voru sjö einstaklingar við skólann sem ég treysti mér ekki til að hafa með á dansleik í skólanum,“ segir Már sem telur aðgerðirnar réttlætanlegar af sinni hálfu til að tryggja að öryggi annarra. Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
„Við teljum son okkar hafa verið beittan svo miklum órétti í þessu máli að við sjáum okkur ekki annað fært en að bregðast við,“ segir Viðar Garðarsson, sem nú er að undirbúa stjórnsýslukæru á hendur Más Vilhjálmssonar, rektors Menntaskólans við Sund. Ástæðu kærunnar segir Viðar vera þá að hann telji rektorinn hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þegar hann úrskurðaði nokkra pilta í skemmtanabann við skólann, þar sem hann taldi þá hafa átt aðild að átökum lögreglu og ungmenna í Skeifunni snemma í mánuðinum. Viðar segir son sinn ekki tengjast þessu máli á annan hátt en að hann er meðlimur á bloggsíðu þar sem skrifað var um atburðina. Þau skrif segir hann þó hafa verið undirrituð með fullu nafni höfundar og því telji hann undarlegt að þau séu látin bitna á öllum þeim sem tengjast síðunni. VIÐAR GARÐARSSON Telur son sinn hafa verið beittan órétti að hálfu rektors Menntaskólans við Sund og undirbýr stjórnsýslu kæru. „Það að banna ungmennum að taka þátt í félagslífi menntaskóla síns vegna atburða sem þau tengdust ekki neitt og hafa ekkert með skólann að gera þykir mér einkennilegt. Ég hef farið yfir málið ásamt lögfræðingi og við fáum ekki sé að ákvörðun rektors standist reglur nemendafélags, menntaskólans eða menntamálaráðuneytisins,“ segir Viðar. Hann kveðst hafa spurt rektorinn margoft í hverju hann teldi brot sonar síns vera fólgið og á hvaða reglum hann hefði byggt ákvörðun sína um skemmtanabann. Það eina sem hann hafi uppskorið var að væri hann ósáttur gæti hann kært málið eftir formlegum leiðum. Því segist Viðar ekki eiga annars úrkosta en að senda stjórnsýslukæru. Fleiri foreldrar sem haft var samband við vegna málsins töldu rektor ekki hafa gætt sanngirni og töldu afskipti hans af því sem nemendur hafa haft fyrir stafni í frítíma sínum óþörf. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir ekki rétt að kalla aðgerðirnar bann. Hann telur eðlilegt að álitamál geti komið upp innan opinberra stofnana eins og menntaskóla og ekkert sé athugavert við að þau séu afgreidd eftir opinberum leiðum. „Það voru sjö einstaklingar við skólann sem ég treysti mér ekki til að hafa með á dansleik í skólanum,“ segir Már sem telur aðgerðirnar réttlætanlegar af sinni hálfu til að tryggja að öryggi annarra.
Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira