Gagnrýnandi íslamstrúar varð ríkisstjórn að falli 1. júlí 2006 06:45 Ayaan Hirsi Ali Hollenski forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende gekk á fund Beatrix drottningar í gær og afhenti henni uppsagnarbréf samsteypustjórnar sinnar, sem setið hefur í þrjú ár. Því má búast við þingkosningum í Hollandi fyrir lok þessa árs. Stjórnin féll á fimmtudag eftir ósætti innbyrðis um misheppnaða tilraun til að svipta fyrrum þingkonuna Ayaan Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum, en hún er heimsfræg vegna gagnrýni sinnar á ofstækisfulla íslamstrú. Nú mun drottningin funda með ráðgjafa sínum auk leiðtoga flokka stjórnarinnar og ákveða hvort rétt sé að heimila Balkenende að leiða minnihlutastjórn um stund, eða hvort ákveða beri dagsetningu fyrir nýjar þingkosningar eins skjótt og unnt er. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hófu kosningabaráttu sína strax eftir tilkynningu Balkenende á fimmtudag og sögðu leiðtogar annarra flokka Balkenende ófæran um að leiða stjórn, þar sem honum tókst ekki að halda þessari saman eftir ágreininginn sem upp kom um ákvörðun Ritu Verdonk um að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum. Balkenende tók ákvörðun sína eftir að ráðherra minnsta flokks þriggja-flokka samsteypustjórnarinnar, D-66, sagði af sér á fimmtudag í mótmælaskyni við Verdonk, sem hefur neitað að segja af sér. Verdonk er bæði vinsælasti og mest umdeildi ráðherra í stjórn Balkenende. Lagabreytingar hennar varðandi innflytjendamál hafa verið gagnrýndar mjög af mannréttindasamtökum, en þjóðernissinnaðir Hollendingar, sem kenna innflytjendum um mörg vandamál Hollands, hafa klappað henni lof í lófa. Hirsi Ali, sem er af sómölskum uppruna, skrifaði handrit að kvikmynd sem fjallaði um meðferð á konum undir íslamstrú, sem varð til þess að ungur ofstækisfullur múslimi myrti kvikmyndargerðarmanninn, Theo Van Gogh, árið 2004. Hirsi Ali hefur sjálf verið undir lögregluvernd árum saman vegna morðhótana. Í maí ákvað Verdonk að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum því við komuna til Hollands árið 1992 gaf hún upp rangt nafn og fæðingarár, að sögn vegna ótta við fjölskyldu sína. Eftir mikil mótmæli á alþjóðavettvangi, dró Verdonk sviptinguna til baka á þriðjudag, en neitaði jafnframt að segja af sér. Hirsi Ali hefur sagt af sér þingmennsku og flust til Bandaríkjanna. Erlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Hollenski forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende gekk á fund Beatrix drottningar í gær og afhenti henni uppsagnarbréf samsteypustjórnar sinnar, sem setið hefur í þrjú ár. Því má búast við þingkosningum í Hollandi fyrir lok þessa árs. Stjórnin féll á fimmtudag eftir ósætti innbyrðis um misheppnaða tilraun til að svipta fyrrum þingkonuna Ayaan Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum, en hún er heimsfræg vegna gagnrýni sinnar á ofstækisfulla íslamstrú. Nú mun drottningin funda með ráðgjafa sínum auk leiðtoga flokka stjórnarinnar og ákveða hvort rétt sé að heimila Balkenende að leiða minnihlutastjórn um stund, eða hvort ákveða beri dagsetningu fyrir nýjar þingkosningar eins skjótt og unnt er. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hófu kosningabaráttu sína strax eftir tilkynningu Balkenende á fimmtudag og sögðu leiðtogar annarra flokka Balkenende ófæran um að leiða stjórn, þar sem honum tókst ekki að halda þessari saman eftir ágreininginn sem upp kom um ákvörðun Ritu Verdonk um að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum. Balkenende tók ákvörðun sína eftir að ráðherra minnsta flokks þriggja-flokka samsteypustjórnarinnar, D-66, sagði af sér á fimmtudag í mótmælaskyni við Verdonk, sem hefur neitað að segja af sér. Verdonk er bæði vinsælasti og mest umdeildi ráðherra í stjórn Balkenende. Lagabreytingar hennar varðandi innflytjendamál hafa verið gagnrýndar mjög af mannréttindasamtökum, en þjóðernissinnaðir Hollendingar, sem kenna innflytjendum um mörg vandamál Hollands, hafa klappað henni lof í lófa. Hirsi Ali, sem er af sómölskum uppruna, skrifaði handrit að kvikmynd sem fjallaði um meðferð á konum undir íslamstrú, sem varð til þess að ungur ofstækisfullur múslimi myrti kvikmyndargerðarmanninn, Theo Van Gogh, árið 2004. Hirsi Ali hefur sjálf verið undir lögregluvernd árum saman vegna morðhótana. Í maí ákvað Verdonk að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum því við komuna til Hollands árið 1992 gaf hún upp rangt nafn og fæðingarár, að sögn vegna ótta við fjölskyldu sína. Eftir mikil mótmæli á alþjóðavettvangi, dró Verdonk sviptinguna til baka á þriðjudag, en neitaði jafnframt að segja af sér. Hirsi Ali hefur sagt af sér þingmennsku og flust til Bandaríkjanna.
Erlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira