Fótbolti

Tékkar verða að vinna Ítali

Spennandi lokaumferð er framundan í E-riðli og mæta Tékkar þar Ítölum um leið og Gana mætir Bandaríkjamönnum. Tékkar þurfa helst sigur gegn Ítölum til að tryggja sig áfram í 16 lið úrslitin þó gæti þeim nægt jafntefli ef Gana gerir jafntefli við Bandaríkin. Ítölum nægir hins vegar eitt stig úr viðureigninni við Tékka til að tryggja sig í 16 liða úrslitin.

Öll liðin í riðlinum eiga fræðilegan möguleika á að komast áfram í riðlinum og því verður allt lagt í sölurnar kl. 14 í dag þegar að leikirnir hefjast.

Daniele De Rossi er í leikbanni hjá Ítölum eftir olnbogaskotið sem hann gaf Brian McBride í seinasta leik en Simone Perrotta verður líklega í liðinu þrátt fyrir að hafa hlotið smávægileg meiðsl í leiknum gegn Bandaríkjunum.

Góðu fréttirnar fyrir Tékka eru þær að Milan Baros ætti að geta tekið þátt í leiknum í kvöld og er það góðs viti þar sem að Jan Koller er fjarri góðu gamni. Tomas Ujfalusi verður þó ekki með vegna leikbanns fyrir tvö gul spjöld og er það ekki góðs viti fyrir vörn tékka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×