Fótbolti

HM leikir dagsins

MYND/AFP

Í dag klárast E og F riðill á HM í Þýskalandi. Klukkan 14:00 mætast Tékkar og Ítalir og Bandaríkin og Gana. Þessi lið leika í E-riðli þar sem ríkir mikil spenna því öll liðin eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslit. Klukkan 19:00 verða leikir Brasilíu og Japan og Ástralíu og Króatíu.

Í F-riðli eru Brasilíumenn einir búnir að tryggja sig áfram en Japan, Ástralía og Króatía berjast um að fylgja þeim.

Það má búast við meiri hörku í þessum leikjum en hinum sem fyrr hafa verið, því sjö lið þurfa að leggja allt undir til að halda áfram í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×