Hvað er leiðtogaráð ESB? 18. júní 2006 07:15 Wolfgang schussel austurríkiskanslari Á annað þúsund blaðamenn frá 65 ríkjum fylgdust með leiðtogafundi Evrópusambandsins sem lauk í Brussel á föstudag. Fundurinn var tíðindalítill. Leiðtogarnir ákváðu að auka samstarfið og var sérstaklega minnst á að tryggja frið, velsæld og samstöðu, bæta öryggi, efla sjálfbæra þróun og standa vörð um evrópsk gildi. Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. Síðustu tvo áratugi eða svo hafa margar mikilvægustu ákvarðanirnar um framþróun, innihald og skipulag Evrópusamvinnunnar átt sér stað í leiðtogaráðinu – þó þær hafi verið undirbúnar, skilgreindar nánar, komið í lög og framkvæmd af öðrum stofnunum ESB (ráðherraráðinu, framkvæmdastjórninni og Evrópuþinginu). Leiðtogaráðið hefur látið æ meira að sér kveða í utanríkismálum og í dóms- og innanríkismálasamstarfi ESB-ríkjanna. Auk hinna reglulegu leiðtogafunda, sem að jafnaði eru haldnir í júní og desember (undir lok hvers formennskumisseris), hittist leiðtogaráðið stundum með skömmum fyrirvara þegar aðkallandi er að fá niðurstöðu í knýjandi deilumálum. Hefð var fyrir því að reglulegu leiðtogafundirnir færu fram í höfuðborg formennskuríkisins hverju sinni, en frá síðustu stækkun sambandsins komst til framkvæmda og aðildarþjóðirnar urðu 25 talsins hefur sú regla verið fest í sessi að fundirnir fari fram í Brussel, þar sem öryggisráðstafanir, túlkaþjónusta og annað sem tilheyrir er allt fyrir hendi. Leiðtogaráðið er ásamt ráðherraráðinu hluti af Ráði Evrópusambandsins (enska: Council of the EU). Ráðherraráðið (enska: Council of Ministers) fer með löggjafarvald í ESB, ásamt Evrópuþinginu, gætir hagsmuna aðildarríkjanna í ESB-samstarfinu, undirritar samninga við önnur ríki, ríkjasamtök og alþjóðastofnanir, samhæfir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í flestum málaflokkum og hefur ákveðið framkvæmdavald fyrir hönd ESB. Hvert aðildarríki á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda, en þeir fara með mismikið atkvæðavægi í málum þar sem ákvarðanir eru teknar með vegnum meirihluta. Heimild: www.esb.is Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig funda landbúnaðarráðherrarnir um landbúnaðarmál, fjármálaráðherrarnir um fjármál o.s.frv. Utanríkisráðherra formennskuríkisins telst vera forseti ráðherraráðsins. Aðildarríkin skiptast á að fara með formennsku í sambandinu í sex mánuði í senn. Það aðildarríki sem fer með formennsku hverju sinni sér um að stýra fundum leiðtogaráðsins ásamt því að skipuleggja bæði formlega og óformlega fundi ráðsins í heimalandi sínu. Viðkomandi ríki hefur einnig umsjón með hinum opinberu vinnuhópum sem undirbúa fundi ráðherraráðsins. Erlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. Síðustu tvo áratugi eða svo hafa margar mikilvægustu ákvarðanirnar um framþróun, innihald og skipulag Evrópusamvinnunnar átt sér stað í leiðtogaráðinu – þó þær hafi verið undirbúnar, skilgreindar nánar, komið í lög og framkvæmd af öðrum stofnunum ESB (ráðherraráðinu, framkvæmdastjórninni og Evrópuþinginu). Leiðtogaráðið hefur látið æ meira að sér kveða í utanríkismálum og í dóms- og innanríkismálasamstarfi ESB-ríkjanna. Auk hinna reglulegu leiðtogafunda, sem að jafnaði eru haldnir í júní og desember (undir lok hvers formennskumisseris), hittist leiðtogaráðið stundum með skömmum fyrirvara þegar aðkallandi er að fá niðurstöðu í knýjandi deilumálum. Hefð var fyrir því að reglulegu leiðtogafundirnir færu fram í höfuðborg formennskuríkisins hverju sinni, en frá síðustu stækkun sambandsins komst til framkvæmda og aðildarþjóðirnar urðu 25 talsins hefur sú regla verið fest í sessi að fundirnir fari fram í Brussel, þar sem öryggisráðstafanir, túlkaþjónusta og annað sem tilheyrir er allt fyrir hendi. Leiðtogaráðið er ásamt ráðherraráðinu hluti af Ráði Evrópusambandsins (enska: Council of the EU). Ráðherraráðið (enska: Council of Ministers) fer með löggjafarvald í ESB, ásamt Evrópuþinginu, gætir hagsmuna aðildarríkjanna í ESB-samstarfinu, undirritar samninga við önnur ríki, ríkjasamtök og alþjóðastofnanir, samhæfir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í flestum málaflokkum og hefur ákveðið framkvæmdavald fyrir hönd ESB. Hvert aðildarríki á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda, en þeir fara með mismikið atkvæðavægi í málum þar sem ákvarðanir eru teknar með vegnum meirihluta. Heimild: www.esb.is Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig funda landbúnaðarráðherrarnir um landbúnaðarmál, fjármálaráðherrarnir um fjármál o.s.frv. Utanríkisráðherra formennskuríkisins telst vera forseti ráðherraráðsins. Aðildarríkin skiptast á að fara með formennsku í sambandinu í sex mánuði í senn. Það aðildarríki sem fer með formennsku hverju sinni sér um að stýra fundum leiðtogaráðsins ásamt því að skipuleggja bæði formlega og óformlega fundi ráðsins í heimalandi sínu. Viðkomandi ríki hefur einnig umsjón með hinum opinberu vinnuhópum sem undirbúa fundi ráðherraráðsins.
Erlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira