Írak skaðar orðstír Bandaríkjanna 15. júní 2006 06:15 Hermaður í Írak Bandarískur hermaður við störf í Írak, en að baki hans gengur daglegt líf áfram sinn vanagang. Meirihluti aðspurðra í fimmtán löndum sem tóku þátt í nýlegri skoðanakönnum telja að stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafi gert heiminn ótryggari en áður var, og fer stuðningur Evrópubúa við George W. Bush Bandaríkjaforseta ört dvínandi. MYND/Nordicphotos/afp Stefna Bandaríkjanna í Írak er hættulegri ógn en kjarnorkuáætlun Írana, samkvæmt alþjóðlegri könnun hins virta Pew-rannsóknarhóps sem birt var í vikunni. Stuðningur við George W. Bush Bandaríkjaforseta og stríð hans gegn hryðjuverkum fer einnig dvínandi meðal spurðra, en könnunin náði til 17.000 manns í 15 löndum. Jafnframt kom fram að sá velvilji sem aðstoð Bandaríkjanna vegna flóðbylgjunnar 2004 skapaði í garð þeirra, hefur dvínað til muna síðan í fyrra, jafnvel í þeim löndum sem fengu aðstoðina, svo sem í Indónesíu. Stríðið í Írak reynist orðstír Bandaríkjanna sífellt dýrkeyptara. Sérstaklega líta landsmenn Indlands, Spánar og Tyrklands stórveldið hornauga nú, og hefur stuðningur þeirra við Bandaríkin hrapað stórlega síðan í fyrra, eða úr 71 prósenti niður í 56 prósent á Indlandi, úr 41 prósenti í 23 prósent á Spáni og úr 23 prósentum niður í 12 prósent í Tyrklandi. Meirihluti þeirra sem spurðir voru í tíu löndum af fjórtán, þegar svör Bandaríkjamanna eru ekki talin með, sögðu heiminn vera hættulegri síðan Bandaríkin hófu stríð sitt á Írak. Sextíu prósent Breta, sem þó eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þeim hernaði, telja Íraksstríð hafa gert veröldina að ótryggari stað en áður. Auk þess treysta Evrópubúar Bush Bandaríkjaforseta sífellt minna, og telja flestir að Bandaríkjunum muni ekki takast að ná takmörkum sínum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Kjarnorkuáætlun Írana veldur Evrópubúum og Bandaríkjamönnum sífellt meiri áhyggjum, en múslimaþjóðir hafa hins vegar litlar áhyggjur af Íransstjórn. Íranar hafa staðfastlega haldið því fram að kjarnorkuvinnsla þeirra sé eingöngu í friðsamlegum tilgangi, en talsmenn Bandaríkjastjórnar telja að þá ætla sér að nota orkuna til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Á meðan Indverjar og Japanar hafa mestar áhyggjur af loftlagsbreytingum vegna gróðurhúsaáhrifanna, hafa þær tvær þjóðir sem valda mestum gróðurhúsaáhrifum, Bandaríkjamenn og Kínverjar, minnstar áhyggjur vegna þess vanda. Skoðanakönnunin var gerð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Frakklandi, Indlandi, Indónesíu, Japan, Jórdaníu, Kína, Nígeríu, Pakistan, Rússlandi, Spáni, Tyrklandi og Þýskalandi á tímabilinu 31. mars og 14. maí. Erlent Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Stefna Bandaríkjanna í Írak er hættulegri ógn en kjarnorkuáætlun Írana, samkvæmt alþjóðlegri könnun hins virta Pew-rannsóknarhóps sem birt var í vikunni. Stuðningur við George W. Bush Bandaríkjaforseta og stríð hans gegn hryðjuverkum fer einnig dvínandi meðal spurðra, en könnunin náði til 17.000 manns í 15 löndum. Jafnframt kom fram að sá velvilji sem aðstoð Bandaríkjanna vegna flóðbylgjunnar 2004 skapaði í garð þeirra, hefur dvínað til muna síðan í fyrra, jafnvel í þeim löndum sem fengu aðstoðina, svo sem í Indónesíu. Stríðið í Írak reynist orðstír Bandaríkjanna sífellt dýrkeyptara. Sérstaklega líta landsmenn Indlands, Spánar og Tyrklands stórveldið hornauga nú, og hefur stuðningur þeirra við Bandaríkin hrapað stórlega síðan í fyrra, eða úr 71 prósenti niður í 56 prósent á Indlandi, úr 41 prósenti í 23 prósent á Spáni og úr 23 prósentum niður í 12 prósent í Tyrklandi. Meirihluti þeirra sem spurðir voru í tíu löndum af fjórtán, þegar svör Bandaríkjamanna eru ekki talin með, sögðu heiminn vera hættulegri síðan Bandaríkin hófu stríð sitt á Írak. Sextíu prósent Breta, sem þó eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þeim hernaði, telja Íraksstríð hafa gert veröldina að ótryggari stað en áður. Auk þess treysta Evrópubúar Bush Bandaríkjaforseta sífellt minna, og telja flestir að Bandaríkjunum muni ekki takast að ná takmörkum sínum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Kjarnorkuáætlun Írana veldur Evrópubúum og Bandaríkjamönnum sífellt meiri áhyggjum, en múslimaþjóðir hafa hins vegar litlar áhyggjur af Íransstjórn. Íranar hafa staðfastlega haldið því fram að kjarnorkuvinnsla þeirra sé eingöngu í friðsamlegum tilgangi, en talsmenn Bandaríkjastjórnar telja að þá ætla sér að nota orkuna til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Á meðan Indverjar og Japanar hafa mestar áhyggjur af loftlagsbreytingum vegna gróðurhúsaáhrifanna, hafa þær tvær þjóðir sem valda mestum gróðurhúsaáhrifum, Bandaríkjamenn og Kínverjar, minnstar áhyggjur vegna þess vanda. Skoðanakönnunin var gerð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Frakklandi, Indlandi, Indónesíu, Japan, Jórdaníu, Kína, Nígeríu, Pakistan, Rússlandi, Spáni, Tyrklandi og Þýskalandi á tímabilinu 31. mars og 14. maí.
Erlent Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira