Engin þörf er fyrir varnarlið á Íslandi 14. júní 2006 03:30 "Það er engin þörf fyrir herafla á Íslandi," segir Mark Stanhope aðmíráll, sem er næstæðsti yfirmaður herafla NATO í Bandaríkjunum. Hann segist ekki sjá neina ástæðu til að geyma herflugvélar á Íslandi þar sem þær koma að engum notum. Miklu nær sé að hafa þær til taks þar sem þörf er á þeim og taka þá ákvarðanir um það hverju sinni út frá þörf Atlantshafsbandalagsins í heild. Hann sagðist ekki vita til þess að Íslandi stafaði nein sérstök hætta af hryðjuverkum, hvað þá af innrás frá öðrum ríkjum. En ef séð yrði fram á þörf á miklum hernaðaraðgerðum á Íslandi af einhverjum ástæðum þá yrðu viðbragðssveitir NATO komnar til landsins innan fárra daga. Ef þörf væri á enn sneggri viðbrögðum þá væru herþotur nútímans býsna snöggar að komast til Íslands. "Ef svo færi að aðstæður breyttust þá erum við sveigjanleg. Við getum sent flugvélar aftur til Íslands," sagði Stanhope á fundi með íslenskum blaðamönnum í höfuðstöðvum NATO í Norfolk í Bandaríkjunum. "Þetta er eitt af því sem við erum að tala um," sagði Geir Haarde, verðandi forsætisráðherra, í gær þegar þessi ummæli Stanhopes voru borin undir hann. "Það er nokkuð ljóst að yfirstjórn Bandaríkjahers telur að forsendur séu mjög breyttar og við getum tekið undir það að mörgu leyti." Hann segir framhald varnarviðræðnanna í undirbúningi bæði hér og í Bandaríkjunum og ýmsa möguleika í stöðunni. Geir var spurður hvort borist hefðu einhver skilaboð frá Bandaríkjunum um framhald viðræðnanna, hvort bandarísk stjórnvöld telji yfirhöfuð um eitthvað að ræða af þeirra hálfu. "Já, já, við höfum fengið slík skilaboð. Við höfum fengið skilaboð um hvernig eigi að klára málið." Erlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
"Það er engin þörf fyrir herafla á Íslandi," segir Mark Stanhope aðmíráll, sem er næstæðsti yfirmaður herafla NATO í Bandaríkjunum. Hann segist ekki sjá neina ástæðu til að geyma herflugvélar á Íslandi þar sem þær koma að engum notum. Miklu nær sé að hafa þær til taks þar sem þörf er á þeim og taka þá ákvarðanir um það hverju sinni út frá þörf Atlantshafsbandalagsins í heild. Hann sagðist ekki vita til þess að Íslandi stafaði nein sérstök hætta af hryðjuverkum, hvað þá af innrás frá öðrum ríkjum. En ef séð yrði fram á þörf á miklum hernaðaraðgerðum á Íslandi af einhverjum ástæðum þá yrðu viðbragðssveitir NATO komnar til landsins innan fárra daga. Ef þörf væri á enn sneggri viðbrögðum þá væru herþotur nútímans býsna snöggar að komast til Íslands. "Ef svo færi að aðstæður breyttust þá erum við sveigjanleg. Við getum sent flugvélar aftur til Íslands," sagði Stanhope á fundi með íslenskum blaðamönnum í höfuðstöðvum NATO í Norfolk í Bandaríkjunum. "Þetta er eitt af því sem við erum að tala um," sagði Geir Haarde, verðandi forsætisráðherra, í gær þegar þessi ummæli Stanhopes voru borin undir hann. "Það er nokkuð ljóst að yfirstjórn Bandaríkjahers telur að forsendur séu mjög breyttar og við getum tekið undir það að mörgu leyti." Hann segir framhald varnarviðræðnanna í undirbúningi bæði hér og í Bandaríkjunum og ýmsa möguleika í stöðunni. Geir var spurður hvort borist hefðu einhver skilaboð frá Bandaríkjunum um framhald viðræðnanna, hvort bandarísk stjórnvöld telji yfirhöfuð um eitthvað að ræða af þeirra hálfu. "Já, já, við höfum fengið slík skilaboð. Við höfum fengið skilaboð um hvernig eigi að klára málið."
Erlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira