Fótbolti

Ronaldo fær annan séns

Ronaldo á æfingu
Ronaldo á æfingu MYND/AP

Brasilíski framherjinn Ronaldo sem að leikur með Real Madrid mun fá annan séns í byrjunarliði Brasilíu þrátt fyrir afleita frammistöðu í leiknum gegn Króötum á þriðjudag.

Carlos Alberto Parreira hefur fulla trú á Ronaldo og ætlar ekki að taka hann úr byrjunarliðinu að sinni að minnsta kosti. Parreira varði Ronaldo eftir leikinn gegn Króatíu og sagði að það tæki tíma fyrir Ronaldo að komast í gang eftir meiðslin sem að voru að hrjá hann stuttu fyrir HM og að hann hefði einungis spilað tvo æfingaleiki seinustu tvo mánuði. Hann sagði einnig að um leið og að Ronaldo væri kominn í gang þá gæti ekkert stöðvað hann og að hann væri lykilleikmaður þegar hann er kominn í leikæfingu og búinn að ná aftur hraða sínum.

Kaká kom einnig Ronaldo til varnar og sagði að allt liðið hefði verið að spila full varfærnislega sem að væri skiljanlegt í fyrsta leik og margir leikmenn hefðu ekki sýnt sínar bestu hliðar en að von væri á mun meiru frá liðinu í næstu leikjum.

Robinho sem að kom inn á fyrir Ronaldo í leiknum gegn Króatíu segist vonast eftir byrjunarliðssæti í næsta leik og er það vel skiljanlegt því að hann var mjög frískur þegar hann kom inn á og var mun betri en Ronaldo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×