Einn helsti ráðunautur Hvíta hússins, Karl Rove, fékk í fyrradag að vita að ekki verða lagðar fram ákærur gegn honum vegna aðildar hans að leka á nafni leyniþjónustumanns. Fyrrverandi starfsmannastjóri Dick Cheney varaforseta, Lewis Libby, hefur verið ákærður vegna málsins.
Nokkrir hátt settir starfsmenn Hvíta hússins voru sakaðir um að hafa lekið nafni njósnarans Valerie Plame í hefndarskyni vegna gagnrýni eiginmanns hennar á aðgerðir Bandaríkjanna í Írak. Demókratar fagna ekki málalyktum, en Rove hefur verið kallaður "heilinn á bak við Bush."-