Innlent

Stuðningsmenn Fischers til Japans

Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Bobbys Fischers hér á landi heldur til Japans um hádegisbil í dag að ósk skáksnillingsins. Samkvæmt fréttatilkynningu frá nefndinni verður erindið að leita fundar með fulltrúum japanska dómsmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins síðar í vikunni. Sendinefndin hefur verið beðin að koma fram á alþjóðlegum blaðamannafundi í Tókýó næstkomandi mánudag verði Bobby Fischer enn í haldi japanskra yfirvalda. Þar mun hún gera grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa birst opinberlega áður. Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, er þegar kominn til Japans en stefnt er að því að afhenda Fischer nauðsynleg ferðaskilríki sem bíða hans í senidiráði Íslands í Tókýó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×