Grunaðir um aðild að peningaþvætti 5. október 2005 00:01 MYND/Róbert Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleitir á einkaheimili og hjá fyrirtæki í höfuðborginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er um að ræða fjármálafyrirtæki sem hefur bæði útibú hér á landi og í Bretlandi. Fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar vinna að málinu og leita meðal annars í tölvum sem lagt var hald á. Að auki yfirheyra þeir grunaða en ekki fékkst staðfest fyrir fréttir hvort einhver hefði verið handtekinn hér á landi. Sjö voru handteknir í Bretlandi en talsmenn bresku lögreglunnar gátu ekki staðfest hvort Íslendingar væru þeirra á meðal. Þeir staðfestu hins vegar að Íslendingar væru grunaðir um aðild að málinu, væru raunar eitt meginviðfangsefni rannsóknarinnar og um helmingur þeirra einstaklinga sem væri til rannsókn. Leitað var á fimmtán stöðum í Bretlandi auk heimilisins og fyrirtækisins í Reykjavík og standa aðgerðir enn yfir að einhverju leyti. Málið mun vera umfangsmikið. Það felst í því að selja hlutabréf í litlum fyrirtækum í miklum flýti og blekkja með röngum og villandi upplýsingum um þau fyrirtæki og væntanlega skráningu í kauphöll. Yfirvöld verjast frétta en það er til marks um umfang málsins að efnahagsbrotalögreglan á Bretlandi stýrir rannsókninni og naut í dag aðstoðar lögreglu um allt Bretland. Efnahagsbrotalögreglan tekur engin smámál til rannsóknar. Upphæðin sem svik nema þarf til dæmis að fara yfir eina milljón punda, um hundrað og tíu milljónir króna. Málið þarf að ná yfir landamæri Bretlands og hafa mikil áhrif á almannahag. Að þessum skilyrðum uppfylltum tekur efnahagsbrotalögreglan málið til rannsóknar og getur þá meðal annars krafið banka um margs konar upplýsingar sem þeim er skylt að afhenda. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleitir á einkaheimili og hjá fyrirtæki í höfuðborginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er um að ræða fjármálafyrirtæki sem hefur bæði útibú hér á landi og í Bretlandi. Fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar vinna að málinu og leita meðal annars í tölvum sem lagt var hald á. Að auki yfirheyra þeir grunaða en ekki fékkst staðfest fyrir fréttir hvort einhver hefði verið handtekinn hér á landi. Sjö voru handteknir í Bretlandi en talsmenn bresku lögreglunnar gátu ekki staðfest hvort Íslendingar væru þeirra á meðal. Þeir staðfestu hins vegar að Íslendingar væru grunaðir um aðild að málinu, væru raunar eitt meginviðfangsefni rannsóknarinnar og um helmingur þeirra einstaklinga sem væri til rannsókn. Leitað var á fimmtán stöðum í Bretlandi auk heimilisins og fyrirtækisins í Reykjavík og standa aðgerðir enn yfir að einhverju leyti. Málið mun vera umfangsmikið. Það felst í því að selja hlutabréf í litlum fyrirtækum í miklum flýti og blekkja með röngum og villandi upplýsingum um þau fyrirtæki og væntanlega skráningu í kauphöll. Yfirvöld verjast frétta en það er til marks um umfang málsins að efnahagsbrotalögreglan á Bretlandi stýrir rannsókninni og naut í dag aðstoðar lögreglu um allt Bretland. Efnahagsbrotalögreglan tekur engin smámál til rannsóknar. Upphæðin sem svik nema þarf til dæmis að fara yfir eina milljón punda, um hundrað og tíu milljónir króna. Málið þarf að ná yfir landamæri Bretlands og hafa mikil áhrif á almannahag. Að þessum skilyrðum uppfylltum tekur efnahagsbrotalögreglan málið til rannsóknar og getur þá meðal annars krafið banka um margs konar upplýsingar sem þeim er skylt að afhenda.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira