Grunaðir um aðild að peningaþvætti 5. október 2005 00:01 MYND/Róbert Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleitir á einkaheimili og hjá fyrirtæki í höfuðborginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er um að ræða fjármálafyrirtæki sem hefur bæði útibú hér á landi og í Bretlandi. Fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar vinna að málinu og leita meðal annars í tölvum sem lagt var hald á. Að auki yfirheyra þeir grunaða en ekki fékkst staðfest fyrir fréttir hvort einhver hefði verið handtekinn hér á landi. Sjö voru handteknir í Bretlandi en talsmenn bresku lögreglunnar gátu ekki staðfest hvort Íslendingar væru þeirra á meðal. Þeir staðfestu hins vegar að Íslendingar væru grunaðir um aðild að málinu, væru raunar eitt meginviðfangsefni rannsóknarinnar og um helmingur þeirra einstaklinga sem væri til rannsókn. Leitað var á fimmtán stöðum í Bretlandi auk heimilisins og fyrirtækisins í Reykjavík og standa aðgerðir enn yfir að einhverju leyti. Málið mun vera umfangsmikið. Það felst í því að selja hlutabréf í litlum fyrirtækum í miklum flýti og blekkja með röngum og villandi upplýsingum um þau fyrirtæki og væntanlega skráningu í kauphöll. Yfirvöld verjast frétta en það er til marks um umfang málsins að efnahagsbrotalögreglan á Bretlandi stýrir rannsókninni og naut í dag aðstoðar lögreglu um allt Bretland. Efnahagsbrotalögreglan tekur engin smámál til rannsóknar. Upphæðin sem svik nema þarf til dæmis að fara yfir eina milljón punda, um hundrað og tíu milljónir króna. Málið þarf að ná yfir landamæri Bretlands og hafa mikil áhrif á almannahag. Að þessum skilyrðum uppfylltum tekur efnahagsbrotalögreglan málið til rannsóknar og getur þá meðal annars krafið banka um margs konar upplýsingar sem þeim er skylt að afhenda. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleitir á einkaheimili og hjá fyrirtæki í höfuðborginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er um að ræða fjármálafyrirtæki sem hefur bæði útibú hér á landi og í Bretlandi. Fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar vinna að málinu og leita meðal annars í tölvum sem lagt var hald á. Að auki yfirheyra þeir grunaða en ekki fékkst staðfest fyrir fréttir hvort einhver hefði verið handtekinn hér á landi. Sjö voru handteknir í Bretlandi en talsmenn bresku lögreglunnar gátu ekki staðfest hvort Íslendingar væru þeirra á meðal. Þeir staðfestu hins vegar að Íslendingar væru grunaðir um aðild að málinu, væru raunar eitt meginviðfangsefni rannsóknarinnar og um helmingur þeirra einstaklinga sem væri til rannsókn. Leitað var á fimmtán stöðum í Bretlandi auk heimilisins og fyrirtækisins í Reykjavík og standa aðgerðir enn yfir að einhverju leyti. Málið mun vera umfangsmikið. Það felst í því að selja hlutabréf í litlum fyrirtækum í miklum flýti og blekkja með röngum og villandi upplýsingum um þau fyrirtæki og væntanlega skráningu í kauphöll. Yfirvöld verjast frétta en það er til marks um umfang málsins að efnahagsbrotalögreglan á Bretlandi stýrir rannsókninni og naut í dag aðstoðar lögreglu um allt Bretland. Efnahagsbrotalögreglan tekur engin smámál til rannsóknar. Upphæðin sem svik nema þarf til dæmis að fara yfir eina milljón punda, um hundrað og tíu milljónir króna. Málið þarf að ná yfir landamæri Bretlands og hafa mikil áhrif á almannahag. Að þessum skilyrðum uppfylltum tekur efnahagsbrotalögreglan málið til rannsóknar og getur þá meðal annars krafið banka um margs konar upplýsingar sem þeim er skylt að afhenda.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira