
Innlent
Velti bíl í togi
Stjórnandi bíls meiddist eitthvað þegar bíllinn sem hann stjórnaði í drætti aftan í öðrum bíl, valt út af þjóðveginum austan við Húsavík í gærkvöldi. Gert var að sárum hans á sjúkrahúsinu á Húsavík. Upphaflega bilaði bíll hans lítillega þannig að hann fékk annan til að draga sig, en eftir veltuna er bíllinn ónýtur.
Fleiri fréttir
×