Nýtt hverfi í miðaldastíl 6. mars 2005 00:01 Nafnið Jakriborg er búið til úr fornöfnum bræðranna Jan og Krister Berggren sem byggðu hverfið eftir eigin höfði. Markmiðið var að brjóta upp ríkjandi hefðir í skipulagi og stíl og þeir ferðuðust víða um Evrópu til að safna að sér hugmyndum sem einnig blönduðust þeirra eigin draumum frá barnæsku um bæ í miðaldastíl. Þeir bræður hafa teiknað allt sjálfir, frá borgarmúrnum að baðherbergisinnréttingunum. Að innan eru húsin að mörgu leyti gamaldags líka. Íbúðirnar eru með meiri lofthæð en algengast er og hurðir eru með spjöldum og með messinghandföngum. Þótt ýmsir arkitektar láti sér fátt finnast um þessar framkvæmdir bræðranna þá vill fólk á öllum aldri búa þar og því hafa íbúðir fyllst í sama takti og hverfið byggist. Þar kemur til fjölbreytt úrval íbúða, lág leiga og góð staðsetning. Aðeins þriggja mínútna lestarferð er til Lundar, 11 mínútna til Malmö og 40 mínútna til Kaupmannahafnar. 350 íbúðir eru komnar í gagnið í Jakriborg og 1000 manns eru á biðlista eftir þeim sem eru í smíðum. Enn eru þar engar matvöruverslanir né stofnanir af nokkru tagi og ekki stendur til að setja þar upp skyndibitastað. Ein gjafavöruverslun í eldgömlum stíl, Fridas diverse, er þó í bænum og maddaman sem rekur hana býður upp á hressingu úti á torginu á sumrin. Á virkum dögum er fátt um manninn í Jakriborg enn sem komið er en um helgar laðar hverfið að sér ferðamenn, arkitekta, sveitarstjórnarmenn og skipulagsfræðinga sem koma langt að til að skoða það.Vanjas-torg heitir eftir móður bræðranna en hún lést stuttu eftir að þeir tóku til við að reisa Jakriborg. Stuttu áður hafði hún farið með þeim á byggingarstaðinn og boðist til að láta þá hafa fé til að þeir gætu látið drauma sína um staðinn rætast.Húsin standa þétt í Jakriborg og þegar dagurinn er stuttur nær sólin ekki að skína niður á stéttarnar. Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Nafnið Jakriborg er búið til úr fornöfnum bræðranna Jan og Krister Berggren sem byggðu hverfið eftir eigin höfði. Markmiðið var að brjóta upp ríkjandi hefðir í skipulagi og stíl og þeir ferðuðust víða um Evrópu til að safna að sér hugmyndum sem einnig blönduðust þeirra eigin draumum frá barnæsku um bæ í miðaldastíl. Þeir bræður hafa teiknað allt sjálfir, frá borgarmúrnum að baðherbergisinnréttingunum. Að innan eru húsin að mörgu leyti gamaldags líka. Íbúðirnar eru með meiri lofthæð en algengast er og hurðir eru með spjöldum og með messinghandföngum. Þótt ýmsir arkitektar láti sér fátt finnast um þessar framkvæmdir bræðranna þá vill fólk á öllum aldri búa þar og því hafa íbúðir fyllst í sama takti og hverfið byggist. Þar kemur til fjölbreytt úrval íbúða, lág leiga og góð staðsetning. Aðeins þriggja mínútna lestarferð er til Lundar, 11 mínútna til Malmö og 40 mínútna til Kaupmannahafnar. 350 íbúðir eru komnar í gagnið í Jakriborg og 1000 manns eru á biðlista eftir þeim sem eru í smíðum. Enn eru þar engar matvöruverslanir né stofnanir af nokkru tagi og ekki stendur til að setja þar upp skyndibitastað. Ein gjafavöruverslun í eldgömlum stíl, Fridas diverse, er þó í bænum og maddaman sem rekur hana býður upp á hressingu úti á torginu á sumrin. Á virkum dögum er fátt um manninn í Jakriborg enn sem komið er en um helgar laðar hverfið að sér ferðamenn, arkitekta, sveitarstjórnarmenn og skipulagsfræðinga sem koma langt að til að skoða það.Vanjas-torg heitir eftir móður bræðranna en hún lést stuttu eftir að þeir tóku til við að reisa Jakriborg. Stuttu áður hafði hún farið með þeim á byggingarstaðinn og boðist til að láta þá hafa fé til að þeir gætu látið drauma sína um staðinn rætast.Húsin standa þétt í Jakriborg og þegar dagurinn er stuttur nær sólin ekki að skína niður á stéttarnar.
Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning