Heimsvaldakók og kaffi 2. maí 2005 00:01 "Það liggur nú ekki beint við þegar maður horfir á þetta virðulega og fallega hús í dag, en þegar ég steig þar fyrst inn fyrir dyr þótti þetta dálítið ískyggilegt hús. Það helgaðist af því að þarna voru til húsa samtök sósíalista, þar á meðal Æskulýðsfylkingin, sem var á þeim tíma alræmd og illræmd í hópi þeirra sem ekki vildu mikinn gusugang í samfélaginu," segir Tómas R. Einarsson, sem var nýkominn beina leið úr sveitinni árið 1969, þá sextán ára gamall. "Það var pólitískt tog á milli hæða í húsinu. Andstætt því sem gerist í reyfarabókmenntum var kjallarinn tiltölulega saklaus, en rishæð Æskulýðsfylkingarinnar var hættulegust og þar voru ræddar sendiráðstökur og eggjakast." Tómasi er breiddin í mannlífsflórunni líka minnisstæð. "Allt frá rithöfundinum Gunnari M. Magnúss, prúðmannlega klæddum með vel snyrt skeggið, til myndlistarkonunnar Rósku, sem var á hnjánum á efstu hæðinni að teikna plaköt gegn Víetnamstríðinu. Og svo fékk maður margt til að hugsa um, eins og á kappræðufundi milli sósíalista og Heimdallar, þegar einn aðalhugmyndafræðingur róttæklinganna sat lengst af við hliðina á manni sem ég vissi að skrifaði oft greinar í Morgunblaðið, og þáði frá honum ófáa sopa úr koníaksfleyg. Þarna var þó aðallega drukkið heimsveldiskók og kaffi." Þegar Tómas töltir háborgaralega um fína Tjarnargötuna í dag finnst honum að þessar minningar hljóti að vera tálsýn og að ekkert af því fólki sem hann kynntist og sá í þessu húsi passi við húsið og umhverfið. "Nema þá helst gestkomandi Heimdellingur með pela." Tómas er þessa dagana að undirbúa safndisk með nokkrum sönglögum sínum og kveðst vera nýbúinn að ljúka við upptöku á tveimur lögum sem eigi að fylgja eldri upptökum. Meðal þeirra eru lögin sem hann gerði við Íslandskvæði enska skáldsins W.H. Auden og titillinn á disknum er sóttur í kvæðið "Let jazz be bestowed on the huts". Auk þessa segist hann vera að undirbúa nokkra tónleika í sumar. Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
"Það liggur nú ekki beint við þegar maður horfir á þetta virðulega og fallega hús í dag, en þegar ég steig þar fyrst inn fyrir dyr þótti þetta dálítið ískyggilegt hús. Það helgaðist af því að þarna voru til húsa samtök sósíalista, þar á meðal Æskulýðsfylkingin, sem var á þeim tíma alræmd og illræmd í hópi þeirra sem ekki vildu mikinn gusugang í samfélaginu," segir Tómas R. Einarsson, sem var nýkominn beina leið úr sveitinni árið 1969, þá sextán ára gamall. "Það var pólitískt tog á milli hæða í húsinu. Andstætt því sem gerist í reyfarabókmenntum var kjallarinn tiltölulega saklaus, en rishæð Æskulýðsfylkingarinnar var hættulegust og þar voru ræddar sendiráðstökur og eggjakast." Tómasi er breiddin í mannlífsflórunni líka minnisstæð. "Allt frá rithöfundinum Gunnari M. Magnúss, prúðmannlega klæddum með vel snyrt skeggið, til myndlistarkonunnar Rósku, sem var á hnjánum á efstu hæðinni að teikna plaköt gegn Víetnamstríðinu. Og svo fékk maður margt til að hugsa um, eins og á kappræðufundi milli sósíalista og Heimdallar, þegar einn aðalhugmyndafræðingur róttæklinganna sat lengst af við hliðina á manni sem ég vissi að skrifaði oft greinar í Morgunblaðið, og þáði frá honum ófáa sopa úr koníaksfleyg. Þarna var þó aðallega drukkið heimsveldiskók og kaffi." Þegar Tómas töltir háborgaralega um fína Tjarnargötuna í dag finnst honum að þessar minningar hljóti að vera tálsýn og að ekkert af því fólki sem hann kynntist og sá í þessu húsi passi við húsið og umhverfið. "Nema þá helst gestkomandi Heimdellingur með pela." Tómas er þessa dagana að undirbúa safndisk með nokkrum sönglögum sínum og kveðst vera nýbúinn að ljúka við upptöku á tveimur lögum sem eigi að fylgja eldri upptökum. Meðal þeirra eru lögin sem hann gerði við Íslandskvæði enska skáldsins W.H. Auden og titillinn á disknum er sóttur í kvæðið "Let jazz be bestowed on the huts". Auk þessa segist hann vera að undirbúa nokkra tónleika í sumar.
Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning