Halldór: Hótaði aldrei stjórnarslitum 31. maí 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ýmislegt sem komið hefur fram í Fréttablaðinu að undanförnu um sölu bankanna ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Talstöðina segir Halldór það vitleysu að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna sölu VÍS til Samsonarfélaga. Davíð Oddsson hefði þurft að taka ákvörðun um slíkt. Þess ber að geta að því var ekki haldið fram í Fréttablaðinu. Rétt er hins vegar að því var haldið fram að Halldór hefði sagt að yrði VÍS selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva ferlið væri Halldór þó augljóslega að brjóta gegn stjórnarsáttmála en það hefði í því tilfelli komið í hlut Davíðs að taka um það ákvörðun hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu. Halldór Ásgrímsson sagði allt einkavæðingaferlið sáraeinfalt - hann sagði stjórnvöld hafa reynt að fá erlendan kjölfestufjárfesti að málinu en það hafi ekki gengið og því hafi verið kærkomið að fá tilboð frá Samson árið 2002 - Tilboð sem setti einkavæðingaferlið af stað öðru sinni. 5 aðilar sýndu þá bankanum áhuga - einkavæðinganefnd taldi 3 þeirra uppfylla skilyrði kaupenda, og voru hafnar viðræður við þessa aðila. Um afskipti sín af málinu segir Halldór í samtalinu við Talstöðina að mjög eðlilegt sé að ráðherrar komi að ferlinu - það séu jú þeir sem á endanum taki ákvarðanir. Hann segir símafund sinn með fulltrúum Kaldbaks og S-hópsins vegna kaupa þeirra á Búnaðarbankanum hafa komið þannig til að Jóhannes Geir Sigurgeirsson - fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og nú stjórnarformaður Landsvirkjunnar - hafi haft samband og óskað eftir þessum viðræðum Halldórs, Kaldbaks og S hóps. Vegna anna hafi ekki verið hægt að koma því við - því hafi reynst nauðsynlegt að halda símafund. Halldór Ásgrímsson segir að fljótlega uppúr því hafi hann horfið úr málinu sökum veikinda en telur samstarfsmenn sína í ríkisstjórn hafa klárað einkavæðingaferli ríkisbankanna vel.Hægt er að hlusta á viðtal Jóhanns Haukssonar í heild sinni á vef Talstöðvarinnar. Allt og sumt Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Talstöðin Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ýmislegt sem komið hefur fram í Fréttablaðinu að undanförnu um sölu bankanna ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Talstöðina segir Halldór það vitleysu að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna sölu VÍS til Samsonarfélaga. Davíð Oddsson hefði þurft að taka ákvörðun um slíkt. Þess ber að geta að því var ekki haldið fram í Fréttablaðinu. Rétt er hins vegar að því var haldið fram að Halldór hefði sagt að yrði VÍS selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva ferlið væri Halldór þó augljóslega að brjóta gegn stjórnarsáttmála en það hefði í því tilfelli komið í hlut Davíðs að taka um það ákvörðun hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu. Halldór Ásgrímsson sagði allt einkavæðingaferlið sáraeinfalt - hann sagði stjórnvöld hafa reynt að fá erlendan kjölfestufjárfesti að málinu en það hafi ekki gengið og því hafi verið kærkomið að fá tilboð frá Samson árið 2002 - Tilboð sem setti einkavæðingaferlið af stað öðru sinni. 5 aðilar sýndu þá bankanum áhuga - einkavæðinganefnd taldi 3 þeirra uppfylla skilyrði kaupenda, og voru hafnar viðræður við þessa aðila. Um afskipti sín af málinu segir Halldór í samtalinu við Talstöðina að mjög eðlilegt sé að ráðherrar komi að ferlinu - það séu jú þeir sem á endanum taki ákvarðanir. Hann segir símafund sinn með fulltrúum Kaldbaks og S-hópsins vegna kaupa þeirra á Búnaðarbankanum hafa komið þannig til að Jóhannes Geir Sigurgeirsson - fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og nú stjórnarformaður Landsvirkjunnar - hafi haft samband og óskað eftir þessum viðræðum Halldórs, Kaldbaks og S hóps. Vegna anna hafi ekki verið hægt að koma því við - því hafi reynst nauðsynlegt að halda símafund. Halldór Ásgrímsson segir að fljótlega uppúr því hafi hann horfið úr málinu sökum veikinda en telur samstarfsmenn sína í ríkisstjórn hafa klárað einkavæðingaferli ríkisbankanna vel.Hægt er að hlusta á viðtal Jóhanns Haukssonar í heild sinni á vef Talstöðvarinnar.
Allt og sumt Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Talstöðin Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira