Aldrei verið óvinsælli 6. febrúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er sá stjórnmálamaður sem nýtur minnsts trausts um þessar mundir en þriðjungur þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins ber minnst traust til hans. Í sömu könnun segja einungis 3,8 prósent svarenda Halldór vera þann stjórnmálamann sem þeir beri mest traust til. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir tvær meginástæður fyrir þessari útkomu hjá forsætisráðherranum. "Annars vegar kemur hann úr litlum flokki og nýtur þess vegna ekki þess grunns sem til dæmis Davíð Oddsson nýtur. Hins vegar er hann búinn að lenda í erfiðum málum þessa fyrstu mánuði sína í embætti," segir Gunnar Helgi og vísar þar til Íraksmálsins og innanflokkserja í Framsóknarflokknum. Davíð Oddsson utanríkisráðherra er trúverðugasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um þessar mundir en ríflega fjórðungur landsmanna segist bera mest traust til hans þótt hann hafi lítið verið í sviðsljósinu að undanförnu. Gunnar Helgi segir Davíð þar njóta hins mikla fastafylgis Sjálfstæðisflokksins en bendir auk þess á að hann hafi síður blandast í hin umdeildu mál sem gert hafa Halldóri svo erfitt fyrir. Fjórðungur fólks telur þó Davíð þann stjórnmálamann sem það treystir síst. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var annars vegar: "Til hvaða stjórnmálamanns berð þú mest traust til um þessar mundir?" og hins vegar: "Til hvaða stjórnmálamanns berð þú minnst traust til um þessar mundir?" 49,75 prósent þátttakenda svöruðu fyrri spurningunni en 57,75 prósent þeirri síðari. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er sá stjórnmálamaður sem nýtur minnsts trausts um þessar mundir en þriðjungur þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins ber minnst traust til hans. Í sömu könnun segja einungis 3,8 prósent svarenda Halldór vera þann stjórnmálamann sem þeir beri mest traust til. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir tvær meginástæður fyrir þessari útkomu hjá forsætisráðherranum. "Annars vegar kemur hann úr litlum flokki og nýtur þess vegna ekki þess grunns sem til dæmis Davíð Oddsson nýtur. Hins vegar er hann búinn að lenda í erfiðum málum þessa fyrstu mánuði sína í embætti," segir Gunnar Helgi og vísar þar til Íraksmálsins og innanflokkserja í Framsóknarflokknum. Davíð Oddsson utanríkisráðherra er trúverðugasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um þessar mundir en ríflega fjórðungur landsmanna segist bera mest traust til hans þótt hann hafi lítið verið í sviðsljósinu að undanförnu. Gunnar Helgi segir Davíð þar njóta hins mikla fastafylgis Sjálfstæðisflokksins en bendir auk þess á að hann hafi síður blandast í hin umdeildu mál sem gert hafa Halldóri svo erfitt fyrir. Fjórðungur fólks telur þó Davíð þann stjórnmálamann sem það treystir síst. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var annars vegar: "Til hvaða stjórnmálamanns berð þú mest traust til um þessar mundir?" og hins vegar: "Til hvaða stjórnmálamanns berð þú minnst traust til um þessar mundir?" 49,75 prósent þátttakenda svöruðu fyrri spurningunni en 57,75 prósent þeirri síðari.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira