Innlent

Hlutverk stjórnenda þurfa að vera skýr

Mikilvægi þess að hlutverk stjórnenda séu skýr og óhæði stjórnarmanna er meðal þess sem tekið er á í endurskoðuðum reglum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Leiðbeiningar um stjórnunarhætti fyrirtækja voru gefnar út í fyrra og ber skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands að taka tillit til þeirra. Leiðbeiningarnar hafa verið endurskoðaðar og hefur ný útgáfa þeirra verið kynnt.

Í nýju útgáfunni eru gerðar kröfur um að starfslýsing stjórnarformanns liggji fyrir og kemur sú regla til vegna umræðu um starfandi stjórnarformenn í fyrirtækjum.

Í reglunum kveður á um að mikilvægt sé að meirihluti stjórnar sé óháður félaginu. Að auki að minnsta kosti tveir stjórnarmanna séu óháðir stóru hluthöfunum í félaginu. Mikilvægt er að hlutverk allra stjórnarmanna séu skýr og að tekið sé fram í árskýrslu ef stjórnarformaður telst ekki óháður.

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir gagnsæi skipta mestu máli. Allir sem fjárfesti í félagi eigi vita hvernig stjórnskipulag sé í fyrirtækinu og hvaða hlutverk séu á verksviði hvers stjórnanda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×