Innlent

Bitnar á verði hinna bankanna

KB-banki hefur sætt gagnrýni erlendis að undanförnu.
KB-banki hefur sætt gagnrýni erlendis að undanförnu.

Verðgildi á bréfum í Íslandsbanka og Landsbankanum hafa lækkað í verði á erlendum mörkuðum vegna neikvæðrar umræðu um KB banka ytra. Gagnrýni á KB banka er látin ganga yfir allt íslenska efnahagskerfið.

Ótti fjárfesta mun verða áfram til staðar og þeir munu ekki verða viljugir til að kaupa verðbréf útgefnum af bönkunum ef nasaþefur af hneyksli, þótt hann sé ekki á rökum reistur, er í loftinu, segir í endurskoðuðu mati Royal Bank of Scotland, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Bankinn endurskoðaði fyrra mat sitt á KB banka eftir að KB banki skýrði stöðu sína nánar fyrir skoska bankanum. Eftir sem áður er þetta þó niðurstaða skoska bankans.

Þá hefur greiningardeild Dresdner Kleinwort Wasserstein fjallað um hugsanlega áhættu KB banka, sem hann tekur með lánveitingum til skuldsettrar yfirtöku á fyrirtækjum og kaupum bankans sjálfs í þeim. Þá birtist neikvæð grein um KB banka í Sunday Telegraph nýverið og fyrir stuttu var víða greint frá því að bankinn fékk áminningu frá sænska fjármálaeftirlitinu og fyrir nokkrum dögum seldi Norski Seðlabankinn bréf sín í KB banka, og hafði í leiðinni neikvæð ummæli um íslenskt efnahagslíf.

Þrátt fyrir þetta hafa þeir innlendu fjármálasérfræðingar, sem Fréttastofan hefur rætt við í morgun, ekki þungar áhyggjur, þótt það muni taka tíma og fyrirhöfn að leiðrétta þetta. Svo virðist sem allir íslensku bankarnir séu dregnir í dilk með KB banka, en benda meðal annars á að bæði Íslandsbanki og KB banki hafi á síðustu dögum verið að fá mjög gott lánshæfismat frá virtum aðilum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×