Stórskert þjónusta við nýrnasjúka 9. nóvember 2005 03:30 Aðeins verður hægt að sinna tólf af þeim fjörutíu nýrnasjúklingum sem koma reglulega í blóðskilun eftir áramótin. Aðeins fimm af sautján hjúkrunarfræðingum á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut verða þá að störfum ef ekki næst samkomulag við yfirstjórn deildarinnar um vinnutíma og laun. Tólf hjúkrunarfræðingar líta svo á að starfssamningum við þær hafi verið sagt upp. Sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði vill stytta vaktir hjúkrunarfræðinganna um eina klukkustund á dag því að vaktirnar skarast um fjóra tíma á hverjum degi. Hjúkrunarfræðingarnir vinna flestir 80 prósenta starfshlutfall og þurfa því að mæta oftar í vinnu þegar breytingarnar taka gildi. Ef þær sætta sig ekki við breytingarnar skerðast launin í samræmi við það. Hjúkrunarfræðingarnir vinna nú átta tíma á dag í fjóra daga og eiga þriggja daga frí. Aðstandendur sjúklinga segja að þær hafi þegar dregist aftur úr sambærilega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í launum. Samningaviðræður eru í gangi og ýmislegt komið til umræðu en ekkert sem hjúkrunarfræðingarnir hafa verið tilbúnir til að "gleypa við" því að eftir stendur að þær þurfa að mæta oftar á vinnustað eða sætta sig við lægri laun. "Við höfum fengið boð um að hækka launin um einn launaflokk, eða um 4.000 kall í vasann, og höfum hafnað því. Við erum að reyna að semja svo að það kemur eflaust móttilboð en það er krísa í gangi hérna," segir Dagný Bjarnhéðinsdóttir, ein hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja að vinnutímabreytingin sé ekki til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni heldur í sparnaðarskyni. Vaktirnar skarist á annasamasta tíma dagsins þegar ekki veiti af allri þeirri mönnun sem nú er en yfirstjórn deildarinnar vill minnka skörunina um miðjan daginn. Blóðskilunardeildin er mjög sérhæfð deild og sú eina sinnar tegundar á landinu. Nýir hjúkrunarfræðingar þurfa tveggja mánaða aðlögun og eru ekki orðnir færir í starfi fyrr en eftir eitt ár. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær breyttur vinnutími tekur gildi, aðeins að breytingin sé yfirvofandi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Aðeins verður hægt að sinna tólf af þeim fjörutíu nýrnasjúklingum sem koma reglulega í blóðskilun eftir áramótin. Aðeins fimm af sautján hjúkrunarfræðingum á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut verða þá að störfum ef ekki næst samkomulag við yfirstjórn deildarinnar um vinnutíma og laun. Tólf hjúkrunarfræðingar líta svo á að starfssamningum við þær hafi verið sagt upp. Sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði vill stytta vaktir hjúkrunarfræðinganna um eina klukkustund á dag því að vaktirnar skarast um fjóra tíma á hverjum degi. Hjúkrunarfræðingarnir vinna flestir 80 prósenta starfshlutfall og þurfa því að mæta oftar í vinnu þegar breytingarnar taka gildi. Ef þær sætta sig ekki við breytingarnar skerðast launin í samræmi við það. Hjúkrunarfræðingarnir vinna nú átta tíma á dag í fjóra daga og eiga þriggja daga frí. Aðstandendur sjúklinga segja að þær hafi þegar dregist aftur úr sambærilega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í launum. Samningaviðræður eru í gangi og ýmislegt komið til umræðu en ekkert sem hjúkrunarfræðingarnir hafa verið tilbúnir til að "gleypa við" því að eftir stendur að þær þurfa að mæta oftar á vinnustað eða sætta sig við lægri laun. "Við höfum fengið boð um að hækka launin um einn launaflokk, eða um 4.000 kall í vasann, og höfum hafnað því. Við erum að reyna að semja svo að það kemur eflaust móttilboð en það er krísa í gangi hérna," segir Dagný Bjarnhéðinsdóttir, ein hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja að vinnutímabreytingin sé ekki til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni heldur í sparnaðarskyni. Vaktirnar skarist á annasamasta tíma dagsins þegar ekki veiti af allri þeirri mönnun sem nú er en yfirstjórn deildarinnar vill minnka skörunina um miðjan daginn. Blóðskilunardeildin er mjög sérhæfð deild og sú eina sinnar tegundar á landinu. Nýir hjúkrunarfræðingar þurfa tveggja mánaða aðlögun og eru ekki orðnir færir í starfi fyrr en eftir eitt ár. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær breyttur vinnutími tekur gildi, aðeins að breytingin sé yfirvofandi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira